Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 70
68
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
SKÍRNIR
Að lokum vil ég benda á eitt atriði í kirkj udagsmálum, sem
Guðbrandur nefnir ekki á nafn, en mér sýnist taka af öll tvímæli.
í seinni áfanga kirkjudagsmála stendur eftirfarandi: „Þvertré er
veggi styðja að eigi falli þeir fyrir ofveðri.“ Yæru veggir kirkjunn-
ar úr torfi hefði ekki verið tekið svona til orða.
IV
Næst verður fyrir að athuga byggingarhlutaheiti kirkjudagspre-
dikunar og skýringarorðfæri við þau. Eg mun að sjálfsögðu ekkert
skipta mér af stafsetningu hvað þá skrift frumtexta. Eins og þegar
er komið fram hef ég leyft mér að rita hann með nútíma stafsetn-
ingu.
Við samanburð á byggingarhlutaheitum í hinum fjórum handrit-
um sést, að þau eru næstum öll þau sömu, utan á einum stað, í
setningunni um þvertréð. í AM 237 fol. og AM 619 4to eru þeir
bútar sem á þvertrénu standa kallaðir „tré er ása styðja“, en í
Stokkhólmsbókinni og AM 624 4to eru þessi sömu tré nefnd „dverg-
ar“. Ég mun nú reyna að gera grein fyrir nöfnum hvers byggingar-
liðar, skyggnast um í íslenskum og norskum heimildum í von um að
úr fáist skorið, hvort unnt sé að gera sér nokkurn veginn Ijóst
hverskonar húsi er verið að taka mið af í kirkjudagspredikun.
Fyrst um sinn skulum við leita til orðabóka. Húshlutaheitin
sum eru reyndar svo almenns eðlis og augljósrar merkingar að
óþarfi er að grennslast fyrir um merkingu þeirra. Orð eins og dyr,
hurð, gólf, gluggar, þil, veggir og stafur standa fyrir sínu. Hinsveg-
ar er vert að leita álits orðabóka og fleiri heimilda um merkingu
orða á borð við syllustokkar, undirstokkar, setupallar, hrjóstþil,
ræfur, ásar, staflægjur, raftar, þvertré og dvergar.
í orðabók Fritzners segir um syllustokk: „Stok som danner
Underlaget i en Træbygning“.10 Eina dæmið sem vísað er til úr
fornnorrænu máli er tekið úr hómilíubókunum. Sé gáð undir fyrra
lið orðsins syllustokkur þ. e. sill eða syll kemur eftirfarandi í ljós:
„den underste Stok i den Bygning, der hviler pá Grundvolden“.
Þetta er fyrsta merking. Fritzner bendir á aðra: „Stok, der for-
binder med hinanden de pvre Ender af opreiste Stolper“. Sýnir
hann glögg dæmi þessarar merkingar. - Af samhengi frásagnar-