Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 36
34 PREBEN MEULENGRACHT SÖRENSEN SKÍRNIR
Það er vafalaust rétt, að pólitískar og trúarlegar ástæður hafa
haft sín áhrif á sagnaritunina, en það eitt nægir varla til þess að
skýra hlutverk Hjörleifs sem ógæfumanns í dæmisögu um landnám-
ið. Munurinn á þeim fóstbræðrum er fólginn í afstöðu þeirra til
guðanna og uppruna síns annars vegar og til hins ókunna og fram-
andlega hins vegar. í þessum mismun notfærir sagan hugmynd,
sem kemur víða fram í fornsögunum, þ. e. hugmyndina um and-
stæðuna milli þeirra sem byggja innan ákveðins svæðis - hér Nor-
egs og Islands — og mynda löghelguð mannfélög, og þeirra, sem
eiga heima utan þessa svæðis - hér írar. Við hina síðarnefndu eru
venjulega engin friðsamleg samskipti, t. d. mægðir, lögin taka ekki
til þeirra, þeir eru annarlegir og hættulegir.
Munurinn á fóstbræðrunum er sá, að Ingólfi er umhugað að
varðveita samhengi milli gamallar búsetu í löghelguðu mannfélagi
og nýrrar í eyðilandi, svo hið nýja land verði löghelgaður hluti
hins byggða heims, en Hjörleifur virðir þessa viðleitni að vettugi
og leitar hins framandlega utan þess svæðis, sem norrænir menn
byggja.
Aður en látið er í haf efnir Ingólfur til blóts - „og leitaði sér
heilla um forlög sín“, og lætur þannig rögn gamla landsins sam-
þykkja landnám í hinu nýja: „Fréttin vísaði Ingólfi til íslands.“
Sömuleiðis lætur hann þau máttarvöld, sem tákna tengslin við for-
tíð og forfeður, ákvarða búsetu sína á Islandi, með því að skjóta
öndvegissúlum sínum fyrir borð „til heilla“.
Gagnvart þessu standa óheillagerðir Hjörleifs. „Hjörleifur vildi
aldrei blóta,“ segir sagan. Hann sest að þar sem hann ber að landi
og tekur þegar til við húsagerð og jarðyrkju. Þegar hann er fall-
inn, kveður Ingólfur upp dómsorðin yfir honum: „Lítið lagðist hér
fyrir góðan dreng, að þrælar skyldu að bana verða, og sé eg svo
hverjum verða, ef eigi vill blóta.“ Meðan Ingólfur situr um kyrrt
heima í Noregi og býst til íslandsferðar, heldur Hjörleifur í víking
til írlands, og þangað sækir hann sinn farangur: „Hafði Hjörleifur
herfang sitt á skip, en Ingólfur félagsfé þeirra.“
Sverðið lýsandi, sem Leifur rænir manninn í jarðhúsinu, en jarð-
húsið ber væntanlega að skilja sem haug, er tákn þessa farangurs.
Meir segir ekki af sverðinu, en Leifur dregur af því nafn sitt síðan,
Hjör-Leifur, og það geymist í því eina örnefni, sem af honum er