Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 82
76
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
SKÍRNIR
verða 12. öld.33 Martin Blindheim er sömu skoðunar.34 Hitt er
nokkurn veginn víst að þetta er elsta gerð einskipa stafkirkju norskr-
ar. Kór og kirkja er ekki undir sama formi eins og það er kallað í
gömlum vísitasíum. Framkirkjan er 4.75x5.50 m að flatarmáli, vegg-
hæð er 3.70 m og hæð í mæni um 7.70 m, allt innanmál. Kórinn er
2.95x3.35 m að flatarmáli, vegghæð um 3.60 og hæð í mæni 5.50 m,
innanmál einnig. Hvergi er stafverkið jafn klárt og kvitt sem í þessu
húsi. Digrir stafir mynda uppistöðu veggja, ásamt enn sverari undir-
stokkum, syllum og bitum. Listilega tilreitt sperruþak með lang-
böndum og súð hvílir ofan á undirgrind. Þiljur felldar í greyping-
ar í húslaupinn, einfaldar, sýnilegar jafnt utan sem innan, grindar-
smíð einnig. Hlutföll bundin í rómanskt stærðarrím. Dyr eru tvenn-
ar á framkirkju, á miðjum stafni og vestarlega á suðurvegg, einar
á kór sunnanverðum. Þess ber þó að geta að vesturdyr kirkjunnar
eru fengnar að láni úr öðru húsi, Álenkirkju, reyndar nágranna-
kirkju Holtálen. I dyraumbúnaði og hornstafafótum þykir mega
greina áhrif frá steinhöggvarastíl Niðarósdómsins mikla.35
Lítum ögn nánar á trésmíðina áður en lengra er haldið. Staf-
lægjur liggja upp á rönd, lagðar í klofa á hornstafi. Staflægjur í
kirkju eru u.þ.b. 54x10 sm í þvermál. I raun er hver staflægja í
framkirkju gerð af þrem trjám, en í kór eru þær eitt tré 30x10 sm.
Vestri endar kórstaflægjanna ganga í enga stafi, heldur er þeim
skotið með tappa í gegnum aftari bita framkirkju. Langbönd og
mænirás kórs ganga einnig inn í bjór kirkju og er læst með tré-
nagla. Bitar í kór og kirkju ganga einnig í hornstafahöfuð og í
klofa, en sá er skorinn hornrétt á þann, sem staflægjurnar ganga í.
Hann nær ekki þvert í gegnum stafinn heldur að staflægjuklofanum.
Fremri biti í kirkju er í þrennu lagi eins og staflægjur, 10x70 sm,
aftari biti í tvennu lagi, 10x70 sm, en kórbiti, 8x30 sm, er einfaldur.
Staflægjur ganga fram úr stöfum og eru læstar með trénöglum,
sem ganga í gegnum þær alveg upp við staf. AS neðan eru svo aur-
syllurnar læstar saman hálft í hálft á hornum. Þverskurður þeirra er
trapisulaga, þær eru þykkari að neðan eða um 18 sm, en u.þ.b.
10 sm að ofan, hæð þeirra er 45 sm. Hornstafir ganga í tveim klof-
um hornréttum hvor á annan niður á mót lang- og þverstokks.
Þeim, sem kynnst hafa við þau fáu stafverkshús íslensk er enn
standa, kemur fátt á óvart í þessu húsi frá Holtálen. Langbönd,