Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 243
SKÍRNIR
RITDÓMAR
237
Jjýtt Ijóðin beint úr finnsku. Við þessari áhættu verður ekki séð þegar þýtt
er um þriðja mál. Og stöku sinnum verða Hannesi sjálfum á villur sem enn
fjarlægja þýðinguna frumtexta. Mér virðist að hið þjála og lipra mál Haavik-
kos komi ekki fram sem skyldi í þýðingunni. Þótt kvæði hans séu „myrk“ á
frummáli verða þau ekki næmum finnskum lesanda um megn. Islenski textinn
verður sumpart of myrkur, en hitt er þó algengara, að hann sé einfaldur úr
hófi, þýðingin bliknuð. En þetta er að verulegu leyti sök sænsku þýðingarinn-
ar.
Tuomas Anhava er einnig í hóp fremstu nútímaskálda á finnsku. Og um
þýðingar Hannesar á Ijóðum hans, einnig eftir Ny finsk lyrík, má segja hið
sama og Ijóð Paavo Haavikkos. Þó virðast sænsku þýðingarnar í þetta sinn nær
réttu lagi, og kemur það einnig fram á þýðingu Hannesar, hurtséð frá stöku
misskilningi. Samt eru Anhava-þýðingar hans, af ástæðum sem áður voru rakt-
ar, ekki fullnægjandi.
Ljóð finnskumæltu skáldanna þriggja sem enn eru ónefnd hef ég aðeins
getað borið saman við frumtexta, og veit því ekki, þar sem villur eru í þýð-
ingunni, hverjar eru sök Hannesar Sigfússonar og hverjar stafa frá þýðingu
þeirri sem hann hefur notað. En það á við um Ijóð allra þessara höfunda, séu
þau borin saman við þýðingar Hannesar á ljóðum hinna fjögurra fyrrnefndu,
að minna munar á þýðingu og finnska frumtextanum nú en áður.
Hinn róttæki vinstrimaður Pentti Saarikoski hefur vakið á sér mikla at-
hygli bæði í pólitík og skáldskap. Hann er fjölhæfur höfundur, og þýðing-
arnar í Norrænum ljóðum hrökkva vitanlega ekki til að lýsa skáldskap hans
í heild þótt þar komi fram dæmigerðir þættir hans. I Hvað tala þeir um (bls
291) má eygja tvo þeirra, hina rauðu róttækni og hæðnislegt viðhorf við trú-
málum. Hér má líka sjá dæmi um ljóðrænt næmi Saarikoskis. Hannesi tekst
að túlka á íslensku málfar Saarikoskis sem oft kemur lesanda á óvart, en
er ekki í sjálfu sér vandþýtt; samt hef ég tekið eftir einni óskiljanlegri þýð-
ingarvillu, sem eyðileggur mynd í ljóði, og nokkrum dæmum um minniháttar
ónákvæmni, hvernig sem á þeim stendur. Eftirtektarvert er að í þessu íslenska
safnriti eru engin þeirra fjórtán ljóða sem Saarikoski orti um Islandsför sína
í ljóðasafni frá 1969, og fjallar þar á meðal annars um eitt eftirlætisefni sitt,
heimspólitíkina.
Váinö Kirstiná er talinn í hóp fremstu skálda sem gáfu út fyrstu ljóð sín á
sjöunda áratug aldarinnar. Hann orti í fyrstu framúrskarandi náttúruljóð sem
ekki virtust ýkja frumleg, en tamdi sér hrátt einkar persónulegan ljóðstíl þar
sem fara saman einskonar súrrealismi-dadaismi og alveg raunsæisleg efni.
Mér virðist Ijóð Kirstinás í bókinni með allra bestu þýðingum Hannesar
Sigfússonar. Þegar borið er saman við frumtexta reynast þýðingarnar ótrú-
lega nákvæmar: maður heyrir hið finnska skáld tala íslenskum rómi Hann-
esar Sigfússonar. Til dæmis um lýtalausar þýðingar má nefna Umhverfis
þig œpir nakin sléttan (bls 2%) þar sem náttúruskáldið kemur fram, eða þá
„súrrealísk" Ijóð eins og Hver og hvað (bls 298).
Eins og Saarikoski er einnig Matti Rossi róttækur vinstrimaður og tjáir