Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 74
72
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
SKÍRNIR
heiti: „en af de i Vinkel mod hinanden reiste Spærrer hvorpaa
Husets Tag (ræfr) hviler“. Cleasby skýrir orðið ekkert nánar en
notar enska orðið „rafters“. Vel má vera að raftur þýði sperra í
norsku máli, en það er fráleitt að sperra eða sperruleggur sé sömu
merkingar byggingartæknilega og orðið raftur. Sperran er burðar-
liður en rafturinn hlífðarhluti. Sperran ber þakið, en rafturinn
hvílir á burðarlið, ás, og því tré sem hann styður, stöfum eða
dvergum. Rafturinn liggur hinsvegar á sama stað og sperran, í
sömu stefnu og gegnir að nokkru leyti sama hlutverki. Eðlilegt er
því að þessum tveim hyggingarhlutum sé ruglað saman.
Byggingarlið þann, sem á miðöldum var kallaður þvertré,
nefnum við nú á dögum bita. Fritzner skilgreinir það svo: „Tver-
træ, Tverbjælke“ og Cleasby: „cross-tree“.
í fornum sögum bregður þessu orði alloft fyrir. Af þeim dæmum,
sem nú verða nefnd sést að þvertré er húshlutaheiti, sem stendur
mjög nærri bitanum: „Hann höggur sverðinu upp á bekkinn og kom
í þvertréð er hann reiddi hátt.“27 „Nú er að segja frá Skarp-
héðni, að hann hljóp út á þvertréð þegar eftir Kára.“28 Áður er
sagt að þvertré þetta sé fallið ofan. Af sögunni að dæma virðist það
mynda einskonar göngubrú fyrir þá fóstbræður Kára og Skarp-
héðin af gólfi skálans upp í torfveggspallinn. í Ólafs sögu Tryggva-
sonar segir frá manni, sem er að flýja eld: „Hann hljóp á þvertré í
húsinu, og síðan á vaglinn, og af vaglinum og út í glugginn.“29 Ef
athuguð er sneiðing af íslensku torfhúsi á mynd 10, er glöggt að sjá
fyrir sér hvernig maður þessi hefur borið sig að á flóttanum, og
einnig hvar þvertrés er að leita.
Orðið dvergur er skilgreint þannig hjá Fritzner: „en af de
korte Stolper, som nedfældes i en Bygnings Bjælker og bærer dens
Tagaase (i Lighed med de dvergar, som Æserne sátte til at bære
Himmelen, en under hvert af dens Hjprner) “. Cleasby skilgreinir
orðið dverg sem húshlutaheiti þannig: „short pillars which support
the beams and rafters in a house are called dvergar“. Hann segir
ennfremur að orðið sé enn notað í sumum héruðum á Islandi. Það
er rétt. Eldri menn íslenskir eru ekki í vafa um hvað orðið dvergur
þýðir (sjá mynd VIII). Ekki geta þeir kumpánar Fritzner og
Cleasby bent á annan stað í fornum norrænum bókum en hómilíurn-
ar, þar sem orðið dvergur sem byggingarhluti komi fyrir. I gömlum