Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 228
222
BRÉF TIL SKÍRNIS
SKÍRNIR
mannatryggingar eða hvert það efni annað sem siSareglur kveða á um að
meira eða minna leyti. Það eitt greinir hóflausan hugarfarssinna frá öllum
þorra manna að hann hefur þann hátt á beitingu reglna sinna við siðferðilegt
mat, að hann einblínir á hugarfar og lofar og lastar sjálfan sig og aðra fyrir
viljann fremur en verkin. Hann fyrirgefur þeim sem vita ekki hvað þeir gera,
þeim sem verður annað á en þeir ætluðu sér, hversu ill sem verk þeirra kunna
að vera samkvæmt siðareglum hans. Hann lofar þá sem hafa góðan vilja og
lastar hina sem ætla sér eitthvað ámælisvert. Ef hórdómur er talinn tif synda
á siðabók hans, þá fordæmir hann mann sem girnist konu náunga síns og
skeytir ekki um hvort maðurinn hefur átt við konuna eða ekki. Og ef hann
fer að predika þá predikar hann hugarfarsbreytingu. Kannski segir hann þá
að manni beri að elska náunga sinn eins og sjálfan sig: það sé ekki nóg að
breyta vel við hann, það verði að elska hann. En hann getur líka sagt að
hvítum mönnum heri að hata svertingja: það sé ekki nóg að fara illa með þá,
það verði að hata þá.
Þessu fylgir að hæpið er að segja hugarfarsregluna slíta siðferðisgildin úr
tengslum við veruleikann og svipta þau gildi sínu fyrir mannlífið. Gildi sið-
ferðis fyrir mannlífið skyldi maður ætla að fari einkum eftir því nákvæm-
lega hvert þetta siðferði er, og um það segir hugarfarsreglan okkur ekkert. Og
um tengsl siðferðisgildanna við veruleikann er það að segja, að þau virðast
horfa eins við hugarfarssinnanum og öðrum mönnum, nema þá gengið sé að
því vísu að hugarfar manna sé yfirleitt sambandslaust við veruleikann, og það
virðist mér einkar óskynsamleg skoðun. Loks ber að spyrja hvort hugarfars-
reglan breyti öllu siðferðismati í hreint handahóf sem hver og einn getur lagt
sinn skilning í. Enn svara ég neitandi, og það afdráttarlaust. Hugarfarssinni
getur auðvitað haft eins ákveðnar og eindregnar siðareglur og hver annar, og
það með nákvæmlega sama rétti. Ég sagði Pál postula hafa verið hugarfars-
sinna, og Páll yrði síðastur manna sakaður um að hafa metið siðferði af
handahófi, hvað þá að hafa talið að hver og einn geti lagt sinn skilning í hvað
rétt er og hvað rangt.
Niðurstaða mín er þá sú að ef orð Brynjólfs varða hugarfarsregluna eina,
þá séu þau villandi eða röng. Og hér kemur skilningur minn á orðum
Brynjólfs til sögunnar. Ég kaus í grein minni að skilja firrudóminn svo að
hann væri út af fyrir sig óaðfinnanlegur. Þar með hlaut ég að leggja annan
skiining í orðin ‘huglægur mælikvarði’ en Eyjólfur gerir, hliðstæðan þeim
sem Sigurjón Björnsson leggur í orðin ‘huglæg rannsóknaraðferð’. I þeim
skilningi merkja þessi orð afstæða eða einstaklingsbundna siðareglu. Og
honum fylgir að firrudómurinn verður auðskiljanlegur og réttur: afstæðis-
kenningin í siðferðisefnum segir berum orðum að allt siðferðismat sé hreint
handahóf sem hver og einn getur lagt sinn skilning í, og vegna þessa er óhætt
að segja hana slíta siðferðisgildin úr tengslum við veruleikann og svipta þau
gildi sínu fyrir mannlífið.
Nú ber að vísu að kannast við að skilningur minn er að því leyti á sama
báti og skilningur Eyjólfs að samkvæmt honum verður Brynjólfi villa á í hug-