Skírnir - 01.01.1974, Side 24
22 PREBEN MEULENGRACHT SÖRENSEN SKÍRNIR
er sögS í ritum, sem allir samtíðarmenn munu hafa skilið sem full-
gildar heimildir um sögu þjóðarinnar. Hún hlýtur þess vegna, þrátt
fyrir allan þjóðsagnablæ, sjálf að vera samin og sögð sem söguleg
heimild um upphaf landsbyggðar, eins og íslendingar á síðari hluta
þj óðveldistímabilsins hafa skilið þetta upphaf. Hér verður þess
freistað að líta á söguna um útför og landnám hinna fyrstu íslend-
inga í þessu Ijósi. Fjallað verður um heimildir um söguna fram að
endanlegri gerð hennar í landnámabók Sturlu Þórðarsonar, og um
sérstöðu og tilgang sögunnar í Sturlubók, og loks verður með túlkun
sögunnar leitað að skilningi 13du aldar manna á uppruna þjóðar-
innar og nokkrum þeim hugmyndum um afstöðu hennar til um-
heimsins, sem þessi skilningur byggðist á.
II
Landnámabók er varðveitt í tveimur megingerðum frá miðöldum.
Annars vegar er Melabók, og hins vegar Sturlubók og þær gerðir,
sem styðjast við hana. Melabók geymir að líkindum upprunalegustu
gerðina. Jón Jóhannesson, Jakob Benediktsson og Sveinbjörn Rafns-
son hafa gert grein fyrir geymd landnámssögunnar og afstöðu hand-
ritanna sín á milli og verður að vísa til þeirra rita til nánari fróð-
leiks um þessi efni.5 Það sem skiptir máli í þessari athugun er af-
staða Sturlubókargerðar til Melabókargerðar, en um hana verður
fjallað nánar í næsta þætti á eftir.
í Sturlubók er sagan um Ingólf og Hjörleif varðveitt í fyllstu
gerð sinni, og er henni ekki breytt í síðari landnámabókum.0
Sturlubók mun vera samin á síðari hluta 13du aldar,7 en ekki er
hægt að gera út um, hvort Sturla sjálfur hafi gefið sögunni þetta
form, eða hann hafi tekið hana óbreytta frá eldra handriti. Þau
skinnblöð tvö sem varðveist hafa af Melabók, hafa ekki að geyma
neinn fróðleik um landnám Ingólfs. En sjá má af viðbótunum í
Þórðarbók, sem teknar eru úr Melabók, að frásögnin um Ingólf og
Hjörleif hefur staðið í Melabók, og þá væntanlega líka í þeirri gerð,
sem Sturlubókargerð og Melabókargerð eru báðar runnar frá. Af
Þórðarbók má og sjá, að frásögnin hefur verið allýtarleg í Melabók
og að líkindum hefur þar verið fjallað um alla meginatburði sög-
unnar eins og hún er í Sturlubók. Af frásagnarafbrigðum Þórðar-
bókar verður ljóst, að í Melabók hefur verið sagt frá átökunum við