Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 140
134 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
Einliver sterkasti þráðurinr: sem skapgerð Ingólfs er ofin af er
trúrækni hans. Vitundin um goðin og vilja þeirra, velþóknun þeirra
eða andúð, er strax vakandi í lífi hans ungs drengs og tryggð hans
og traust til guða feðra hans er tengd þeirri öryggiskennd sem ætt-
arhyggjan veitir honum.
Örn faðir hans vígir son sinn goðunum og innrætir honum þær
siðaskoðanir sem við þekkjum hvað best af Hávamálum. Ingólfur
verður hins vegar meiri friðmaður en faðir hans. Hann fer að
vísu í víkingu og fylgir síðan Leifi er hann á hendur að verja fyrir
Hersteini Atlasyni en þegar þeir fóstbræður hafa verið dæmdir
frá löndum tekur hann til endurmats afstöðu sína til hernaðar:
Hann hafði verið með í því, að herja á önnur lönd og ræna fólk, sem hann
átti ekkert sökótt við. Af einhverju hugleysi hafði hann bælt niður ógeð það,
sem hann hafði á slíkum aðförum, því að það væri ósamboðið hraustum
manni og víkingi. En nú sá hann, að lög og réttur ná lengra en út fyrir landa-
mærin. Lög og réttur gilda svo langt, sem haf og himinn ná. Sá maður, sem
tekur sér fyrir hendur að lifa á ránum og ofbeldi, verður ekki einungis sekur
við þau lög, sem hann ber í sjálfs sín brjósti, heldur einnig við jörðina -
hina heilögu jörð, sem er svo frjósöm og gróðursæl fyrir náð goðanna, að hún
er þess albúin á hverju ári að fylla hlöður friðsamra manna. A meðan að
æsirnir voru einráðir, var friður í bústöðum þeirra. Myrkravöldin höfðu neytt
æsina til baráttu og ófriðar. Myrkravöldin áttu sök á öllum ófriði. Fyrir því
var allur ófriður og ofbeldi af illum toga spunnið. Ingólfur lofaði sjálfum sér
því, að þaðan í frá skyldi hann aldrei lyfta vopni gegn neinum manni, nema
því að eins, að hann ætti líf og eignir sín og sinna að verja.28
Þeir eðlisþættir Ingólfs sem hér hefur verið á minnst, ættrækni
hans og trúhneigð, friðsemi hans og virðing fyrir rétti, eru þau
öfl mannlegs eðlis sem erfast til afkomenda hans og mynda burðar-
ás þeirra hugsjóna sem bornar eru fram til sigurs í Jörð.
I þeirri sögu sundurgreinir Gunnar til mestrar hlítar þá þætti
manneðlisins sem að hans mati hljóta að vera undirstaða þolan-
legra þjóðfélagshátta. Þetta er öðru fremur saga Þorsteins Ingólfs-
sonar og baráttu hans fyrir skipun laga og réttar í landi, hversu
honum tekst að sannfæra nýbyggja í óskipulögðu samíélagi um
nauðsyn allsherjar reglu. Sá siðferðilegi grundvöllur sem hann
byggir á er framar öðru studdur af trú hans. Stellan Arvidson heíur
komist svo að orði: „I ingen annan bok i varldslitteraturen har som
i „Jord“ asatron fátt karaktaren av fromhet.“29