Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 91
SKÍRNIR
HÚS í HÓMILÍU
85
Að öllu þessu athuguðu hef ég látiö freistast til þess að draga upp
mynd eins og Guðbrandur foröum af kirkju hómilíunnar.
Skal nú stuttlega gerð grein fyrir henni. StærÖ Holtálenkirkju er
lögö til grundvallar. Fylgt er gerö undirgrindar hennar aÖ flestu
leyti en bætt við „setupöllum“ eða bekkjum umhverfis kirkju og
gluggum á stafn. Sýnd er sneiðingarteikning, framhliö og ísóme-
tría. Önnur sýnir þak brotiö, hin beint. Á annarri er skarsúðin
innanverö, á hinni utanverö. Raftarnir eru hafðir jafn margir og
sperrur Holtálenkirkju. Réttara væri e.t.v. aö segja að bilið milli
þeirra er áætlaö jafnt bilinu milli sperra (myndir 13-15).
Það þarf vonandi ekki aö taka það fram, aö þessar teikningar
eru engar endanlegar niöurstöður af minni hálfu um gerö kirkju
hómilíubókanna. Þær eru, eins og skrif mitt, tilraun til skýringa,
vangaveltur sem ber að hafa allan fyrirvara á. Að mínum dómi sem
sjónlistarmanns er það ómaksins vert að reyna að láta þessa bless-
aða kirkju svífa annars staðar en fyrir hugskotssjónum einum sam-
an. Með því að teikna, gera sýnilegt, verður vandinn áþreifanlegri
og vankantarnir augljósari. Það sem skiptir þó mestu máli er að
þoka rannsókn á leið og fá fram umræður, því betur sjá augu en
auga.
VI
Það er þá komið að lokum bréfs þessa. Tökum saman í stutt
mál, það sem um hefur verið fjallað. Til er forn norrænn texti er
lýsir kirkju, timburkirkju, innan frá. Sönghús hennar er nefnt, en
ekki lýst nánar. Lýsing þessi er það ýtarleg, að hún hefur freistað
mín til að reyna að draga upp hugsanlega mynd af kirkjunni. Það
hefur verið gert einu sinni áður. Guðbrandur Jónsson stóð fyrir
því og endurteiknaði kirkjuna sem torfhús. Að öðru leyti er hann
sammála mér í meginatriðum, kemst að sömu niðurstöðu. Norskir
fræðimenn hafa hinsvegar lítillega minnst á þessa gömlu predikun
í ljósi byggingarsögu, en misskilið orð hennar í einu veigamiklu
atriði: um gerð þaks. Eg þykist vera búinn að sýna fram á, að það
hafi verið ásaþak, en ekki sperru. Þetta getur ekki þýtt nema tvennt
eins og minnst var á í formála: Annaðhvort eru allar hómilíurnar
íslenskar eða á norskum stafkirkjum hefur verið ásaþak í eina tíð,
þakgerð, sem nú sér hvergi stað í þeim. Ég ætla mér ekki þá dul að