Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 96
HALLFREÐUR ÖRN EIRtKSSON
Ofugmæli
í allmörgum handritum, sem geymd eru í Landsbókasafni ís-
lands og einu í Árnasafni, er skráð kvæði allsérstætt meðal ís-
lenzkra bókmennta á lærdómsöld. Það hefur vanalega verið kallað
öfugmælavísur, en verður hér á eftir yfirleitt kallað öfugmæla-
kvæði til að blanda því ekki saman við ýmsa flokka öfugmælavisna
í öðrum handritum. Ekkert þessara handrita er frumhandrit, og
aldur þeirra allra er heldur ekki viss.
Fyrst skal nefna handritið ÍB 13, 8vo. Jón Þorkelsson1 áleit, að
það væri frá því árið 1740, en ekki verður nú séð, hvað hann hafði
fyrir sér í þessu. í handritaskrá Landsbókasafnsins segir Páll Egg-
ert Ólason það vera frá 18. öld.
í handritaskrá Landsbókasafnsins telur Páll Eggert Ólason hand-
ritið JS 497, 8vo vera frá fyrri hluta 18. aldar, en ekkert mælir þó
á móti því, að það geti verið frá seinni hluta aldarinnar. Eftir því
mun vera ritað Lbs. 426, 8vo, en það handrit er frá árabilinu 1800-
1820 samkvæmt handritaskrá Landsbókasafnsins.
Þá má nefna JS 509, 8vo, sem Páll Eggert Ólason segir í hand-
ritaskrá Landsbókasafnsins vera frá miðri 18. öld. Líklegt er, að
handrit þetta sé svonefnd Lambastaðabók, sem víða er getið. Til
hennar er vísað í efnisskrá JS 130, 4to, - sem talið er í handrita-
skrá Landsbókasafnsins ritað um 1860 -, og eitt er vist, að texti
öfugmælakvæðisins í JS 130, 4to er nákvæmt eftirrit textans í JS
509, 8vo. Annað handrit frá 19. öld, JS 475, 8vo, mun einnig skylt
JS 509, 8vo. M. a. er þar sama vísnaröð, en 11. vísuna í JS 509,
8vo vantar þar.
ÍB 634, 8vo er að meginhluta skrifað á árunum 1743-1747, en
öfugmælakvæðið er með hendi Odds Erlendssonar á Þúfu, sem
batt inn handritið að nýju og bætti við það árið 1850 eins og sjá