Skírnir - 01.01.1974, Síða 30
28
PREBEN MEULENGRACHT SÖRENSEN
SKÍRNIR
Frá því er nökkut sagt, er þó er lítil tilkváma, hverir þar skemmtu eða
hverju skemmt var. Þat er í frásögn haft, er nú mæla margir í móti ok látast
eigi vitat hafa, því at margir ganga dulðir ins sanna ok hyggja þat satt, er
skrökvat er, en þat logit, sem satt er: Hrólfr frá Skálmarnesi sagði sögu frá
Hröngviði víkingi ok frá Óláfi Liðsmannakonungi ok haugbroti Þráins ber-
serks ok Hrómundi Gripssyni — ok margar vísur með. En þessari sögu var
skemmt Sverri konungi, ok kallaði hann slíkar lygisögur skemmtiligstar. Ok
þó kunna menn at telja ættir sínar til Hrómundar Gripssonar. Þessa sögu hafði
Hrólfr sjálfr saman setta.24
Breytingin í Sturlubók er því meira áberandi, sem sagan um
Ingólf og Hjörleif er sett rétt á undan stuttum kafla um ætt Bjarnar
bunu:
Bjijrn buna hét hersir ágætr í Nóregi, son Veðrar-Gríms hersis ór Sogni;
móðir Gríms var Hervijr, dóttir Þorgerðar Eylaugsdóttur hersis ór Sogni. Frá
Birni er nær allt stórmenni komit á Islandi.25
Hvað kemur til, að Sturla (eða fyrirrennari hans) neitar sér um
að telja Ingólf ættmann þeirra landnámsmanna, sem hann þó annars
telur mikilvægasta og „nær allt stórmenni” komið frá, en rekur í
staðinn ætt þeirra Hjörleifs til hetju úr lygisögu?
Einfaldasta skýringin er sú, að Sturla — eða sá höfundur, sem
fyrstur hefur breytt ættfærslunni ■— hafi fundið ástæðu til að dylja
tengsl Ingólfs við niðja Bjarnar hunu, og sú ástæða kunni að vera,
að þessi tengsl hafi komið í hága við stöðu Ingólfs sem brautryðj-
anda og fyrirmyndar og hlutverk hans sem hetju í dæmisögu.
Engin þeirra þj óðveldisætta, sem mest kvað að á dögum sagna-
ritaranna, gat tekist þetta hlutverk á hendur. Uppistaða íslenska
þjóðveldisins var goðavaldið, og aðaleinkenni þessa stjórnarfyrir-
komulags var valdaj afnvægi milli ættanna. Nú mundi það hafa
komið illa heim við hugmyndina bak við þetta fyrirkomulag, ef
einhverri einni mikilvægri þj óðveldisætt væri gefin sú sérstaða að
vera komin af fyrsta landnámsmanni sem gerður var að fyrirmynd
allra hinna.
Ef sú tilgáta er rétt, að skilningur íslenska þj óðveldisins á upp-
runa sínum byggist á hugmynd um, að þetta þjóðfélag væri reist
á jafnvægi milli sjálfstæðra ætthópa, sem hver um sig nam óbyggt
land, þá verður hreyting Sturlubókar á ættfærslu Ingólfs skiljanleg
sem rökræn afleiðing þeirrar hugmyndar. Um leið og sagan um
Ingólf og Hjörleif er sett sem inngangur að íslandssögunni, næst