Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 251
SKÍRNIR
RITDÓMAR
245
kom út, en eru uppseldar fyrir löngu. Segja má að vísu, að skaðinn sé að
nokkru bættur, að því er varðar ritgerð M. Hægstads, með því að efni hennar
eru gerð miklu rækilegri skil í liinu mikla riti hans, Vestnorske Máljöre fyre
1350; en slíkt verður ekki sagt um ritsmíð Torps. Það er því mikið fagnaðar-
efni, að hún skuli nú hafa verið gefin út að nýju Ijósprentuð undir umsjá
prófessors Gösta Holm. Þá eykur það og stórlega gildi þessarar útgáfu, að
henni fylgir fullkomin skrá um orð þau sem fjallað er um eða vikið að í text-
anum sem og tiltekna forliði og viðskeyti og endurgerðar orðmyndir. Auk
þess eru svo leiðréttar nokkrar villur, sem slæðzt höfðu inn í texta Torps.
Hér skal ekki fjölyrt um þessa ritsmíð A. Torps, þótt vert væri. En hún er
að mínum dómi rækilegasta úttekt á norrænni og nokkru leyti germanskri
orðmyndun, sem enn hefur verið gerð. Og þótt margt hafi verið um þessi
efni ritað síðan, hefur það ekki haggað niðurstöðum Torps í neinu, sem
verulegu máli skiptir. Torp fjallar þarna rækilega um hina einstöku nafnyrða-
stofna a-, ia-, ja-, va-, i-, ó-, jó-, ió-, vó- og n-stofna sem og samhljóðendastofna
ýmiskonar, og segja má að upptalning hans í þeim efnum sé langt til tæm-
andi, og tekur það jafnt til nafnorða og lýsingarorða. Þá víkur hann að ýms-
um tvímyndum eða víxlan stofna á milli og reynir að ráða í hvað upphafleg-
ast sé, m. a. með samanburði við önnur germönsk mál. Hann skiptir nafnorð-
unum í lífveru- og hlutaheiti, verkfæranöfn og sértæk orð eða „abstrakta" ýmis-
konar sem og nafnleidd og sagnleidd nafnyrði, og má slíkt verða bæði til
glöggvunar og gagns. Þá rekur hann og, hvernig ýmsir fornir samhljóðenda-
stofnar hafa breytt um beygingu, orðið a-, i- eða jafnvel n-stofnar o. s. frv.
En Torp lætur sér ekki nægja að gera grein fyrir nafnyrðastofnum, heldur
fjallar einnig rækilega um ýmiskonar viðskeyti, sem tíðum fóru á undan
hinum eiginlegu stofnendingum, og þá helzt þau, sem enn voru frjó og lifandi
á germönskum og frumnorrænum tíma, svo sem t. d. -g-, -k-, -/-, -m-, -n-, -r-, -s-,
-sk-, -/>-, -/>/-, -31-, -þr-, -3r- o. s. frv. og víkur þá jafnframt að merkingarlegu
hlutverki þeirra og hlutdeild. Þá rekur hann og ýmis viðskeyti, sem æxlazt
hafa af sjálfstæðum orðum, eins og t. d. -ótta, -dagi, -lótr, -leikr, -leiki, -ligr,
■orð, -samr, -skapr o.fl.
Sama á við um sagnirnar og nafnyrðin. Torp bindur sig ekki við það eitt að
telja upp hinar ýmsu jan-, ian-, én- og ón-sagnir og ýmiskonar víxlan, sem þar
hefur átt sér stað, heldur kemur og að hinu, hverjar þeirra muni dregnar af
öðrum sögnum og hverjar myndaðar af nafnyrðum. Þá fjallar hann og um
einstök sagnaviðskeyti, eins og t. d. -g-, -k-, -/-, -r-, -s- og -t-, og leitast við að
gera grein fyrir margvíslegum uppruna þeirra og merkingarhlutdeild.
Ég hef tæpt hér á nokkrum þáttum í þessari ágætu ritsmíð A. Torps. Eitt
veigamikið atriði er þó enn ótalið. Segja má að ritgerð þessi sé öðrum þræði
einskonar orðsifjabálkur. En Torp var, sem kunnugt er, fjölfróður í germönsk-
um málum og raunar fleiri indóevrópskum tungum og hefur ritað margt um
skyldleika og uppruna orða. Að þessu efni er og víða vikið í ritgerðinni, svo
sem eðlilegt er, rakin skyldleikatengsl orða á milli og endurgerðar sennilegar
myndir þeirra á frumnorrænu eða frumgermönsku málstigi og þá stundum