Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 113
SKÍRNIR
GLIMAN VIÐ ENGILINN
107
anna eru, auk oftrúar prestsins sjálfs, höfuðskepnurnar og illska og
léttúð mannanna. Niðurstaða sögunnar í eintali séra Sturlu yfir
dóttur sinni látinni er þessi:
Bölvaða líf! - ef einhver guð hefur skapað þig og stjórnar þér, [>á er það
illur guð, vanmáttugur guð, heimskur guð. En það er enginn guð til, enginn
guð! - enginn guð! Hvað gagnar það, þó að þið bendið á liljur vallarins og
segið: sjá, þetta hefur guð skapað, er það ekki dásamlegt? - og vottur al-
mættis hans? Eg segi: nei! nei! nei! Því að hafi guð skapað eitt, þá liefur
hann einnig skapað annað. Hafi hann skapað liljur vallarins, þá hefur hann
einnig skapað grimmar ófreskjur hafsins. Hafi hann skapað það, sem gott er,
þá hefur hann líka skapað það, sem illt er. Og góður guð, algóður guð, getur
ekki viljað það, sem iilt er. Og það, sem illt er, getur heldur ekki orðið án
hans vilja, - ef hann er almáttugur! En það er ekki annað en hugarburður, að
slíkur guð sé til. ... Lífið leikur sér að okkur eins og lævís bylgjan brosir við
okkur, einungis til þess að gera fallið, örvæntinguna, enn meiri. Við erum
allir sjórekin lík; sjórekin lík á strönd lífsins!4
Eins og sjá má hafa viðhorfin breyst gagngert frá Borgarættinni.
Það er reyndar athyglisvert í sambandi við það sem hér verður rak-
ið síðar hvernig dóttirin Blíð verður síðasta haldreipi séra Sturlu:
Og hann fann, eins og hann hafði fundið það einu sinni áður, að meðan
hann hefði Blíð, gæti hjarta hans mýkzt í bæninni. Hún var eins og milli-
liður milli hans og guðs. Eins og sáttmáli.5
I einangruðu lífi mannsins andspænis fjandsamlegri tilveru getur
náið vináttusamband við eina manneskju verið lífsakkeri hans. Trú
á allt annað hefur reynst haldlaus í sögunni.
Meginþema Vargs í véum er hvernig mennirnir bera eyðingar-
öflin í sjálfum sér. Eftir að Margrét hefur komið til Ulfs virðist
hann eiga fulla möguleika til hamingjusams lífs en ást þeirra megn-
ar ekki að bjarga honum sakir hviklyndis hans og ístöðuleysis. En
jafnframt er séra Ljótur, faðir hans, fyrirferðarmikil persóna í
bókinni. Gagnstætt séra Sturlu trúir Ljótur staðfastlega á hand-
leiðslu guðs og æðri tilgang tilverunnar þrátt fyrir öll þau áföll
sem hann verður fyrir; eitt þeirra er heimsstyrjöldin.
Nú færi hann líklega að vinna að ritgerð sinni um heimsstyrjöldina ... rit-
gerð, sem hann sagði Ulfi að hann skrifaði aðeins til þess að gera sér grein
fyrir sjálfum sér. Eins heiðarlegur og góður maður og faðir hans átti senni-
lega bágt með að koma þessari hrottalegu heimsku, þessum glæp gegn allri
menning og mannúð, í samræmi við lífsskoðun sína og guðshugmynd. Hann