Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 250
244
RITDÓMAR
SKÍRNIR
prentsmiðjuleyfið fékk og kallaðist ábyrgðarmaður fyrstu* tölublaða Þjóð-
viljans, en ekki Þorvaldur læknir.
—■ Það er misskilningur, sem fram virðist koma á bls. 186, að Norðanfari
hafi verið í sérlega litlu broti, eins og Norðri var. Þvert á móti var Norðan-
fari lengst af um sína daga stærstur í broti íslenzkra blaða. Þá hætti Norð-
lingur að koma út 1882, ekki 1887. En Fróði lognaðist hins vegar út af 1887.
— Á bls. 265 er Jakob Möller sagður fæddur 1888. Hitt mun þó sanni nær,
að hann hafi fæðzt 1880.
— Þá er það í senn bagaleg villa og hláleg á bls. 285, þar sem segir, að
Þorkell Jóhannesson hafi varið „doktorsritgerð sína £ þýzku ...“ Hér er vita-
skuld við það átt, að ritgerðin var á þýzku.
— I heimildum og tilvitnunum (bls. 355-360) segir á bls. 357, að Halldór
Kr. Friðriksson yfirkennari hafi verið guðfræðingur. Hann hóf að vísu nám í
guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla, en lauk því ekki.
—■ Á bls. 358 segir, að Benedikt Sveinsson hafi verið „alþm. lengst af
1861-1899 ...“ Hér er óþarflega vægt farið í sakirnar, því að Benedikt var
þingmaður óslitið allan þennan tíma.
— Á bls. 358 er feðgum tveimur hrært saman á kynlegan hátt. Segir þar,
að Jón ritari Jónsson sé á dögum 1806-1881. Hitt mun sannara, að faðir Jóns,
Jón Johnsen yfirdómari og síðar bæjarfógeti í Álaborg (Álaborgar-Johnsen),
hafi verið fæddur 1806 og dáinn 1881. Sonurinn, Jón Jónsson landshöfðingja-
ritari var hins vegar fæddur 1841, og hann dó 1883.
— Á hls. 359 er vitnað í Sögu Islands IX. eftir Magnús Jónsson. Átt mun
þó við Sögu Islendinga IX.
— Loks er í mannanafnaskrá, bls. 373, talað um Lárus ]óhannsson hæsta-
réttardómara, en á vitaskuld að vera Jóhannesson.
Bergsteinn Jónsson
alf torp:
GAMALNORSK ORDAVLEIDING
Nyutgáva med rattelser och register
ombesörjd av Gösta Holm
Lund CWK Gleerup 1974
Það var árið 1909, að út kom hjá forlaginu Det norske Samlaget í Kristjaníu
fornnorræn orðabók (Gamalnorsk Ordbog) samin af þeim Alf Torp og Mariusi
Hægstad. Tvær inngangsritgerðir fylgdu orðabók þessari, önnur um norskt
eða vesturnorrænt mál fyrir 1350 (Det norske malet fyre 1350) eftir Marius
Hægstad, hin um fornnorræna orðmyndun (Gamalnorsk ordavleiding) eftir
Alf Torp. Þegar orðabókin var gefin út í annað sinn 1930, aukin og endurhætt
af Leif Heggstad, var þessum inngangsritgerðum sleppt og var að því mikil
missa. Þær munu þó hafa fengizt í sérprenti um hríð, fyrst eftir að orðabókin