Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 118
112
ÞORLEIFUR HAUKSSON
SKÍRNIR
sína án þess ætlast sé til launa. Meðal hinna óbrotnu fulltrúa góð-
leikans má nefna Benedikt í Aðventu, Bjargföstu í Heiðaharmi og
Sálumessu og Sesar í Brimhendu. Þetta fólk lifir lífi sínu í erfiðri
baráttu við höfuðskepnurnar í skauti náttúrunnar og þjónustan og
fórnarlundin er því inngróin eins og hver önnur eðlisávísun. Vegna
þess eðlis er það á einhvern dulrænan hátt tengt guðdóminum.
Bjargföst er þannig í brúðkaupsveislu sinni nefnd regnbogi og sátt-
máli fólksins á heiðinni, og nægir að vísa til þess hvaða fólk fær
svipuð ummæli í fyrri bókunum til þess að mismunurinn verði ljós.
Þetta fólk er eins konar fulltrúar hins góða og hefur glætt og endur-
vakið trú höfundarins á heilagt markmið tilverunnar. Guð hefur
falið því mikið hlutverk í látlausum verkahring.
Það er ekki þessa jörð eina þeir hafa setíð, þessir orðvöru og jarðdyggðugu
synir eylandsins í úthöfum: hverja gráa og grjótorpna torfu milli fjalls og
fjöru, brimgarðs og blájökuls, hafa þeir helgað sér og fjörvi frjóvgað. Líkt og
glæður haugaelda á næturþeli lýsa yfir fólgnum fjársjóðum, vakir á samri
stund vafurlogi yfir þessum aldna vallgróna mannabústað, þótt heita megi
þegar hálfsokkinn í notalegan grundvöll sinn. Upp af grágrýtínu og grjót-
körlunum brýzt út logi, er ber við himinskaut, bjartur og spakur, loginn frá
hinum síbrennandi þyrnirunni þjakaðs lífs.
Rödd guðs hefur gefið sig til kynna.14
Frá og með Fjallkirkjunni hefur Gunnar valið bókum sínum
vettvang fyrir fullt og allt, og persónusköpun hans er markaður á-
kveðinn staður. Hið óbrotna sveitafólk sem hann lýsir lifir sama
erfiða lífinu á sama hátt og forfeður þess öldum fyrr, ósnortið af
hinni tæknilegu hyltingu sem flæddi yfir, einkum í kjölfar heims-
styrjaldarinnar. I síðustu bókunum kemur fram að þetta líf er á
undanhaldi, enda lifir í heimi þeirra eitthvað af paradís fyrir synda-
fallið. Þegar grannt er skoðað eru sögulegu skáldsögurnar af sama
toga; þar er skyggnst til fortíðar eftir lífsgrundvelli þessa sama fólks,
þeim siðaboðum sem því eru sett, metið gildi þess lífs sem það lifir.
1 Einar Hjörleifsson Kvaran: Sambýli. Reykjavík 1918.
2 Rit Gunruirs Gunnarssonar V, 347.
3 Kristinn E. Andrésson: „Kjarninn í verkum Gunnars Gunnarssonar", seinni
grein. Samvinnan 5 1973, 52-3.
4 Rit V, 341.
5 Rit V, 286-7.
j