Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 59
SKÍRNIR
MÁLVÖNDUN OG FYRNSKA
57
til hliðsjónar í orðabók sinni dansk-íslenzkri.48 Undir uppfletting-
arorðinu gifte kemur í ljós að hann viðurkennir hina nýju, víðtæk-
ari, notkun sagnarinnar að gifta, en mælir þó með upphaflegra orða-
lagi og tilfærir áður um getið orðalag úr fornum lögum norskum,
þegar kemur að sambandinu gifte sig: ef karlmaðr kvángask eða
kona giptisk ... Og hann gjörir skýran mun á orðalagi í íslenzku,
þar sem um er að ræða gifte sig med een, og segir þá: (um karl-
mann) ganga að eiga (eða tómt eiga) konu; (um kvennmann)
giptast manni. - Virðist mega ætla að Konráð hefði ekki kunnað
við orðalagið að kvongast (kvœnast) konu. - Hins vegar þýðir hann
giftes med giptast (fullum stöfum og án athugasemdar), en bætir
við: ganga saman (fornt). Undir uppsláttarorðinu gift nefnir hann
fyrst: giptur eins og það er nú haft, þ. e. a) um karlmann,
kvongaður, kvæntur; eiginkvæntur; b) um kvennmann, gipt: ...
hann er ný-kvongaður. Vœre vel (lykkelig) g. vel gefinn (um
kvennmann); sem á góða (væna) konu.
Sveinbjörn Egilsson (d. 1852), höfundur skáldamálsorðabókar-
innar (Lexicon poeticum) og annarra merkisverka í norrænum mál-
vísindum og helzti viðreisnarmaður íslenzkrar tungu, hefur eitt
dæmi í þýðingu sinni á Odysseifskviðu af því tagi, sem fornir rit-
höfundar íslenzkir (og norskir yfirleitt) virðast hafa forðazt:49
Egistus kvongaðist... eiginkonu Atreifssonar (bls. 2), - en annars
segir hann um þennan hlut: 1. ... hann hvorki skyldi drepa hann,
né eiga konu hans (bls. 2-3), - 2. að fá móður minnar (332. bls.),
- 3. Eg kvongaðist, og fékk vellríkrar konu (hls. 295), - 4. eða
annar maður hefir geingið að eiga hana (bls. 336), - og auk þess
nafnorðin kvonfáng (bls. 311) og giptíng (konu, bls. 397).
I æfisögu Benedikts Gröndals hef ég séð eitt dæmi líkt og hjá
Sveinbirni föður hans: hann kvongaðist Ragnheiði,50 en annars
segir hann karlmenn giftast og vera gifta.
Þetta þarf ekki að rekja framar, en skemmst er af að segja að
notkun sagnorðsins kvongast virðist fara í vöxt eftir því sem líður
á 19du öld - og síðar einnig kvœnast - og þá einatt með viðbótinni
konu o. s. frv., og um leið fer að bera á ruglingi, því að sumir þeir
sem meira af vilja en mætti vanda ritmál sitt segja nú jafnvel konur
kvongast.