Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 105
SKÍRNIR
OFUGMÆLI
99
og kvæðið á undan, sem er „Hjartans blíða heillin mín“. Það kvæði
er því miður einnig höfundarlaust í þessu handriti, en í öðrum
handritum er það ýmist eignað Jóni Sigurðssyni Dalasýslumanni10,
sem uppi var 1685-1720, eða Guðmundi Eiríkssyni presti í Mið-
dölum, en hann bjó á Sauðafelli um 172011. En því er Sauðafell
nefnt hér, að það kemur fram í kvæðiskorni þessu, að það er ort
af þurrbrjósta manni á Sauðafelli. Jón Þorkelsson segir, að í einu
handriti kvæðisins, sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefur
verið JS 497, 8vo, - m. a. kemur blaðsíðutalið hjá Jóni heim við
blaðsíðutal handritsins -, að Sigurður Gíslason Dalaskáld hafi ort
öfugmælin12, en ekkert hefur komið í leitirnar, sem sanni þessa
fullyrðingu hjá Jóni. I handritum frá 19. öld er allvíða sögnin um
það, að dauðadæmdur maður hafi átt að yrkja öfugmælavísurnar
til lífs sér, og kemur hún fyrst fyrir, að öllum líkindum, hjá Gísla
Konráðssyni. Samkvæmt sögn Gísla áttu vísurnar að hafa verið
2013, en Jón Þorkelsson segir, að samkvæmt arfsögninni hafi vís-
urnar átt að vera 50.14 Ekki verður nú séð við hvaða heimildir
Jón hefur stuðzt, en það er auðséð, að til hafa verið mismunandi
gerðir sagnarinnar. Þó að sögnin hafi verið skráð fyrst á 19. öld,
er hún varla yngri en frá 18. öld, t. d. hefur Gísli Konráðsson getað
heyrt hana í æsku hjá gömlu fólki. Hún er óneitanlega nokkuð
keimlík höfuðlausnarsögnunum fornu, en sá er munurinn á, að
fornskáldin leystu höfuð sín með lofkvæði um höfðingjana, sem
höfðu kastað á þá reiði, en ekki skringilegu kvæði eins og öfugmæl-
unum. Sögnin um tilurð öfugmælavísnanna gæti verið búin til eftir
höfuðlausnarsögninni fornu, því að víxláhrif ritaðra og munnlegra
heimilda voru mjög algeng hérlendis. Að öllum líkindum hefur
hún samt skapazt vegna þess, að margar hafa öfugmælavísurnar
gengið í munnmælum, sem ekki hafa verið eignaðar neinu nafn-
greindu skáldi, heldur hafa ýmsir hagyrðingar ort þær. Til eru öf-
ugmælavísur í þremur handritum frá 17. öld15, - í einu er kvæðið
Gestaósk og í hinum sín lausavísan hvor -, og sýnir það að ýmsir
hafa verið að spreyta sig á þessum kveðskap. Um höfundana vita
menn ekki, þeir hafa ef til vill verið hálffeimnir við að láta bendla
sig við kveðskap af þessu tagi.
Þessi öfugmæli eru undir mismunandi háttum. Kvæðið Gestaósk
er sex vísur undir fornyrðislagi og hefst svo: