Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 193
SKÍRNIR
EINAR OG GAUTUR
187
setningu verksins í prentsmiðju sinni (Dagskrár-prentsmiðjunni),
en allar líkur benda til að þýðingin hafi þá verið í uppkasti, hafi
frumdrögum hennar allrar þá einu sinni verið lokið. Af prentun
varð ekki að því sinni, en forlögin björguðu einu eintaki af fá-
einum fyrstu örkunum (varðveitt á Háskólabókasafni). Steingrím-
ur J. Þorsteinsson bar þennan hluta þýðingarinnar saman við prent-
unina 1901 og 1922 og sýndi að breytingar voru miklar frá fyrstu
tilrauninni. Getur Einar tæpast hafa litið svo á að verkinu væri
lokið.1 Hins vegar hlýtur að verða áleitin spurningin hvers vegna
Einar lét hefja prentun eða setningu verks sem hann var að minnsta
kosti harla óánægður með, ef frumdrögum allrar þýðingarinnar var
þá lokið. Ég hef annars staðar látið í ljós þann grun minn að Einar
hafi ætlað „Pétri Gaut“ pólitískt hlutverk á Islandi, rétt á svipaðan
hátt og Ibsen í Noregi.2 Og enn sýnist mér ekkert fráleitt að láta sér
detta í hug að Einar hafi séð ákveðna líkingu með hviki og ákvarð-
analeysi Péturs og Valtýskunni, sem hann barðist mjög hatramlega
móti um þær mundir (1897). Ekki hef ég þó komið auga á neitt
sem renni fullgildum stoðum undir þetta. Hvergi er í greinum Ein-
ars um Valtýskuna að sjá minnstu vísbendingu í þessa átt, en þrátt
fyrir það virðist mér tilgátan ekkert sérstaklega vitlaus.
Eins og þegar er fram komið, varð ekki af prentun „Péturs
Gauts“ fyrr en 1901 og þá í einhverri mestu fágætisútgáfu sem ís-
lensk bókagerðarsaga kann frá að greina. Af verkinu voru sem sé
aðeins prentuð 30 eintök tölusett (þess utan hafa komið í leitir
örfá ótölusett), og söluverð hvers eintaks var hvorki meira né minna
en eitthundrað krónur, sem þá var ófafé. Eins og gefur að skilja
varð „Pétur Gautur“ fáum kunnur af þessari útgáfu.
Næst birtist brot úr þýðingunni í Hafbliki, annarri ljóðabók
Einars, árið 1906. Segir hann þá sjálfur í formála, að sér hafi þótt
rétt „að nokkurt sýnishorn þess verks fylgdi með hinum þýðingun-
um í bók þessari, því óvíst er, nær „Pétur Gautur“ kann að koma út
á þann hátt, að almenningi gefist kostur á því riti“.3
Það varð ekki fyrr en árið 1922 sem almenningi gafst kostur á
„Pétri Gaut“, er Sigurður Kristjánsson gaf hann út í all-vandaðri
og smekklegri útgáfu. Síðan var „Pétur“ ekki prentaður fyrr en með
heildarútgáfu ljóða Einars, frumsaminna og þýddra, fyrst 1945, og
síðan 1964.