Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 136
130
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
SKÍRNIR
glampaði harðneskjulega á þær og skar úr við reykjardimmuna á bak við.
I þessari hvössu birtu bar einkennilega mikið á goðamyndum, sem skornar
voru í súlurnar, og virtust þær fyllast fáránlegu lífi, en svipur þeirra breyttist
samfara því, hvernig eldarnir blossuðu upp eða fölskva sló á þá.
I öndveginu milli súlnanna sat Orn, og gnæfði drekaflúr og gínandi trjónur
sætisbaksins hátt yfir hann. Hann var gráhærður, mikill vexti og gildur; hann
laut fram yfir borðið og fól sterklega fingurna í skeggi sér, sem var þykkt og
hvítt. Á borðinu fyrir framan hann stóð stórt, útskorið drykkjarhorn.20
Enn rómantískari er þó lýsingin á búnaði fóstbræðra er þeir ríða
frá heimboði á Gaulum:
Skikkjur þeirra eru víðar og síðar, rauðar að lit og kræktar saman að
framan með silfurnisti; þær flaksast aftur fyrir þá, og það, sem hjálmarnir
hylja ekki af rauðum lokkum Leifs og ljósgulu hári Ingólfs, fýkur í sömu átt.21
Sömu ættar er lýsing þess er fólk safnast saman til vorblóts:
Árla morguns fór að koma kvik á sveitina. Stórir hópar nálguðust úr öllum
áttum. Sólskinið blikaði á nýfægðum vopnum og skein á marglita skildi. Hús-
karlarnir voru flestir í föturn úr gráu, heimaunnu vaðmáli, en óðalsbændur og
synir þeirra í skrautlegum klæðum úr útlendu efni. I hverjum flokki mátti
líta rauðar, bláar og grænar skikkjur, eða þá köflóttar með ýmsum litum.22
Eða lýsing Atlasona við það tækifæri:
Hásteinn, Hersteinn og Hólmsteinn gengu um og buðu höfðingja velkomna.
Þeir báru skrautklæði og dýrmæt vopn og gripi. Á herðum sér höfðu þeir
langar skikkjur úr þykku silki, Hásteinn rauða, Hersteinn bláa og Hólmsteinn
græna. Þeir voru allir fríðir menn, háir vexti og sterklegir, Ijóshærðir með
göfugan andlitssvip, báru sig vel og stillilega.23
Ef við berum þennan ytri glæsileik saman við Jörð þar sem lýst
er komu Ingólfs Arnarsonar ásamt mönnum sínum til Reykjavíkur
þá er munurinn auðsær:
Maðurinn kemur og maðurinn fer á jörðunni, fer og kemur. Þarna nálgast
nú lítill hópur tötralegra manna hrjóstrugt fjarðahérað, kemur gangandi sunn-
an að niður ávala hálsa, hverfur í fellingar landslagsins, skýtur aftur fram í
sjónmál. [-----] Gengur yfir lynggróin dalverpi innan um víðikjarr og fjall-
drapa, björk og pílvið og hvað það nú allt heitir, ákaflega smávaxið, smávaxið
og kyrkingslegt, aðeins að það ilmar svo sætt og fersklega, sem heill skógur
væri. Hoppar yfir læki, veður yfir litlar tærar ár, heldur för sinni áfram, og
einn er ríðandi, foringinn vitaskuld, húsbóndinn hér í landi, ríður litlum,
rauðum hesti í vetrarlubbanum, fæturnir eins og loðnar stoðir, bústinn, hvar
sem á er litið, af eintómu hári. 1-]