Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 62
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
Hús í hómilíu
Bréf til norðmanna um kirkjudagspredikun
I
Fyrst örstuttur formáli, aðdragandi, sem hófst í Kaupmannahöfn
fyrir rúmum áratug, nánar tiltekið í Arnasafni. I fylgd með Stefáni
Karlssyni handritafræðingi skoðaði ég þann fræga stað í fyrsta
sinn. I hálfrökkri handritageymslunnar verður mér fyrir að biðja
Stefán sýna mér elsta handrit íslenskt. Reyndar var það ekki hók
heldur skinnbleðill máður og velktur, sem Stefán dró fram. Þarna
var þá komið elsta skrif íslenskt, og bað hann lesa, og viti menn,
það var hvorki bardagalýsing, lögkrókur né helg frásögn, heldur
lýsing á húsi, guðshúsi, kirkju, lýsing, sem minnti helst á úttekt.
Tíundað var hvaðeina húslaupnum viðkomandi, svo sem syllur,
staflægjur, þil og þvertré. Sem sagt, elsta skinnblað í Árnasafni
fjallaði um húsbygging. Þetta þótti mér afbragð. Nánar tiltekið
var blaðið brot úr kirkjudagspredikun hómilíubókar, sem nú var
að öðru leyti týnd og tröllum gefin.
Síðan líða árin. Þá komst ég í kynni við bók eina ágæta eftir
danska fornleifafræðinginn og arkitektinn Aage Roussell. Hún
fjallaði um húsakost grænlendinga hinna fornu. Þar kom í frásögu
Roussells að hann þreytir kapp við Guðbrand Jónsson um þann
texta er Stefán las fyrir mig forðum. Svo er mál með vexti að Guð-
brandur hafði fyrir löngu gefið út mikið rit um Hóladómkirkjur
hinar fornu. Meðal margs er Guðbrandur ræðir um í riti sínu er
kirkjudagspredikun. Deilumál þeirra Roussells og Guðbrands var,
hvort téð kirkja væri úr timbri einvörðungu eða hefði torf að hlíf.
Mér þótti og þykir enn Aage Roussell hafa lög að mæla: ekkert
bendir til þess að verið sé að lýsa torfkirkju í predikun hómilíunn-
ar. Torf eða ekki torf, það skiptir ekki höfuðmáli, heldur hitt að
Guðbrandur Jónsson lætur teikningar fylgja texta sínum. Orð
Roussells urðu til þess að ég kynnti mér rækilega verk Guðbrands,