Skírnir - 01.01.1974, Page 192
HEIMIR PÁLSSON
Einar Benediktsson og Pétur Gautur
Smárœði um tvö skáld
Tæpast kerast sá sem kynnir sér ævir Einars skálds Benediktssonar
og Henriks Ibsens hjá því aS taka eftir nokkurri líkingu - bæSi í
skáldskap og lífi þessara tveggja manna. Báðum er frá upphafi
leiðarljós sama draumsýn: „Eg skal verða skáld,“ er haft eftir Ein-
ari, og svipað hefði Ibsen vel mátt segja. Báðir hefja þeir skáldskap
sinn að kalla mætti meira af vilja en augljósri andagift, þroska-
brautir beggja liggja um einhverskonar raunsæisveg til hálfgerðrar
dulspeki, þótt hafa beri hugfast að með mystisisma Ibsens og dul-
spekilegri tvíhyggju Einars er lítið sameiginlegt, enda skildu all-
mörg ár milii þeirra í tíma.
Hér verður ekki staðnæmst við höfundana sjálfa heldur reynt
að gera nokkur skil sambandi og líkingu milli Einars Benedikts-
sonar annars vegar og persónu Ibsens, Péturs Gauts, hins vegar.
Milli þeirra hafa mér löngum virst skemmtilegir snertipunktar. Það
er ekki aðeins að báðir hafni - þótt á ólíkum forsendum sé - „þeirri
leið sem fjöldinn velur“, Pétur vegna þeirrar áleitnu tilhneigingar
sem hann hefur til að beygja ætíð hjá erfiðleikum, Einar sakir þess
að hann finnur að hann á ekki samleið: „Mín trú er ekki arfgeng
sögn, á allra leiðum spurð, / ég á mér djúpan grun, sem nóttin elur.“
(Nóttin helga). Nei, líkingin eða snertipunktarnir eru bæði fleiri
og sérstakari þessu. Hér er þess vitanlega enginn kostur að saum-
fara allt sem upplýsingar kynni að gefa, heldur verður aðeins
drepið á fáein atriði.
Margt bendir til að „Peer Gynt“ hafi verið Einari fjarska hug-
leikið viðfangsefni, og sjálf þýðingarsagan er býsna ævintýraleg.
Einar virðist fyrst hafa spreytt sig á þýðingunni norður á Héðins-
höfða árið 1889-90, en harla lítið verður nú vitað um hversu þýð-
ingin hefur gengið fram þá. Arið 1897 hefur hann hins vegar