Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 79
SKÍRNIR
HÚS í HÓMILÍU
73
úttektum eru dæmin legíó. Elsta dæmið er í bréfabók Gísla Odds-
sonar biskups. Hann lýsir skálanum í Hruna þannig árið 1625:
„skáli með bitum 6 vöglum og dvergum“.30
V
Islendingar stæra sig oft af því, að hafa bjargað sögu norskra
miðalda. Sjálfsagt er eitthvað til í því. Vissulega væri fátæklegra
um að litast í norskri fortíð, ef Snorri bóndi í Reykholti hefði aldrei
látið dýfa penna í blek, Sturla frændi hans eða munklífsmenn á
Þingeyrum. Hitt er kannski nýmæli, þegar ég held því fram, að
frændur okkar austan hafs hafi ekkert síður borgið okkar sögu.
Það er að vísu ekki saga blóðs og valds, heldur hljóðlát saga dag-
legrar annar, saga menningar, saga húsagerðar, saga listar.
Ekki er það lítill fengur fyrir þann, sem rannsaka vill forna ís-
lenska bygging, að hafa hliðsjón af norskum miðaldahúsum, eink-
um þeim, sem byggð eru af timbri af þeirri tegund, er kallast staf-
verk. Með það rýra efni í höndum, sem tínt er upp í úttektum, forn-
leifagreftri og örfáum torfbæjum, kemur sér vel að eiga aðgang
að hinni merku og auðugu húsageymd norðmanna.
Næst á dagskrá er að horfa austur um haf og skyggnast um
byggðir Noregs, líta til fornra kirkjuhúsa. Við staðnæmumst eink-
um við eitt þeirra, kirkjuna frá Holtálen, sem nú er í byggðasafn-
inu í Niðarósi. Að mínum dómi virðist hún falla vel að lýsingu
kirkjudagspredikunar, með einni undantekningu þó. I bók sinni
„Norske stavkirker“ segir Anders Bugge:
I en gammel norsk homiliebok fra henved 1200, men tydeligvis bygget p&
eldre kildestoff, gj0r prekenen til bruk p& kirkenes innvielsesdag en stav-
byggning av nettop denne sorten til gjenstand for en detaljert symbolsk ut-
leggelse og viser derigjennom at Holt&len kirke hva innredning og utstyr
angár má ha svart til det normale gudshus dengang.31
Með hliðsjón af skýringum þeim, sem þegar hafa verið fram
settar á húshlutaheitum hómilíubóka, skulum við athuga nánar
Holtalenkirkju og sjá hvers við verðum vís (myndir 3-7 og III).
Ekki eru norðmenn á eitt sáttir um aldur hennar, það getur skeikað
allt að hálfri öld eða meir. Anders Bugge telur kirkju þessa til
11. aldar32 en Roar Hauglid vill setja aldur hennar fram á ofan-