Skírnir - 01.01.1974, Qupperneq 227
SKÍRNIR
UM VERK OG VILJA
221
á um að taka beri tillit til hugarfars manns, vilja hans cða ætlunar, þegar
verk hans eru metin til lofs eða lasts, til að mynda af dómstóli sem falið er að
ganga úr skugga um hvort maður er sekur um afbrot eða saklaus af því. Gerum
líka greinarmun á hóflegri hugarfarsreglu, sem segir að nóg sé að taka nokk-
urt tillit til hugarfarsins, og hóflausri, sem segir að taka beri tillit til hugar-
farsins eins.
Nú blasir við af bók Brynjólfs og grein minni að við Brynjólfur fylgjum
báðir hóflegu hugarfarsreglunni. Eyjólfur virðist gera það líka þótt hann
segi það ekki berum orðum. Hvað sem því líður erum við allir þrír á einu
máli um að þorri manna fylgi þessari hóflegu reglu, að minnsta kosti á síð-
ustu tímum og í þeim samfélögum sem við þekkjum bezt. Hóflausir hugar-
farssinnar eru þar með fáséðir. Ef til vill er óhætt að telja Pál postula hóf-
lausan hugarfarssinna, al!a vega með köflum, svo og fáeina eindregnustu fylg-
ismenn hans á síðari öldum. (Þess ber að geta að sú hugarfarsregla sem hér
er til umræðu er annað fyrirbæri en það sem Max Weber kallar „hugarfars-
siðgæði" í bók sinni Mennt og mœtti. Sú sérstaka ástæða er til að vara menn
við að rugla þessu tvennu saman, að Sigurður Líndal færir að því rök í inn-
gangi sínum að bók Webers að lýsing bókarinnar á hugarfarssiðgæði eigi
einkar vel við margar skoðanir Brynjólfs Bjarnasonar. En hér er sem sagt um
annað að ræða).
Og er nú komið að ágreiningnum. Skoðun Eyjólfs er sú að á umræddum
blaðsíðum fjalli Brynjólfur um hugarfarsregluna eina og ætli sér ekki annað
en að játast henni í hinni hóflegu mynd. Þessi skoðun er fjarri því að vera
óskynsamleg, svo sem ráða má af dæmi. Þegar Brynjólfur hefur játazt regl-
unni segir hann: „En af [henni] leiði ég ekki þá ályktun, að hinn huglægi
mælikvarði á siðferðisgildi mannlegra athafna án allra tengsla við hlutveru-
leikann sé hinn eini rétti.“ Að skoðun Eyjólfs ber að skilja þessi orð eitthvað
á þessa leið: „Af hugarfarsreglu minni dreg ég ekki þá ályktun að hugarfarið
eitt eigi að ráða úrslitum um hvort breytni er metin manni til lofs eða lasts,
án þess að tekið sé minnsta tillit til verka hans og afleiðinga þeirra." Eða
með öðrum og látlausari orðum: „Þótt ég fylgi hugarfarsreglunni er ekki þar
með sagt að ég sé hóflaus hugarfarssinni.“ Látum þetta gott heita - að sinni.
Nú heldur Brynjólfur áfram og segir um hóflausu hugarfarsregluna (sam-
kvæmt skilningi Eyjólfs) að hún sé „mikil firra, sem mundi slíta siðferðis-
gildin út tengslum við veruleikann og hið veraldlega líf mannsins, svipta þau
öllu gildi sínu fyrir mannlífið, breyta öllu siðferðismati í hreint handahóf,
sem hver og einn getur lagt sinn skilning í“. Þessa skoðun Brynjólfs mun ég
kalla „firrudóminn" hér eftir. Og fyrsta aðfinnsla mín við skilning Eyjólfs
er sú að samkvæmt þessum skilningi er firrudómurinn villandi eða rangur.
Og ber mér nú að reyna að rökstyðja þetta.
Hyggjum fyrst að því að hugarfarsreglan, hvort heldur í hóflegri eða hóf-
lausri mynd, segir nákvæmlega ekki neitt um siðferðisgildi athafna. Hugar-
farssinni getur fylgt hvaða siðareglum sem er. Regla hans segir honum ekkert
um ritfrelsi og atvinnuleysi, réttaröryggi og lauslæti, eiturlyfjaneyzlu og al-