Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 260
254
RITDÓMAR
SKÍRNIR
rökræðir þar ýmis sjónarmið, kemur með margar hugmyndir, en kemur ekki
fram með neina lausn. Segja má, að þetta sama einkenni gildi um athyglis-
verðustu ritgerðir þessarar bókar. Bent er á mótsagnirnar, en lítil sem engin
tilraun gerð til að sigrast á þeim. Sumum kann að finnast þetta ljóður á ráði
höfundar, en undirritaður telur jákvætt, að gagnrýni ýti við viðteknum hug-
myndum og knýi til umhugsunar.
AÖ öllum öðrum ritgerðunum ólöstuðum telur undirritaður ritgerðir 7, 12 og
13 merkustu ritgerðir bókarinnar. I ritgerð nr. 7 sýnir Steblin-Kamenskij
fram á, að óréttmætt er og í rauninni háskalegt að nota fónólógísk hugtök um
annað en fónólógísk fyrirhæri. Vísindaleg hugtök verða ekki notuð sem lík-
ingar án þess að glata gildi sínu og slík líkinganotkun leiðir aðeins til mót-
sagnakennda og órökhyggju.
I ritgerð nr. 12 er ráðizt gegn deiliþáttunum og talið, að mikil mótsögn
felist í kenningunni eins og Roman Jakobson setti hana fram og þróaði.
Mjög góðir kaflar eru í ritgerðinni, en höfundur bendir ekki á neina lausn,
heldur lætur sér nægja að ganga frá kenningunni nánast dauðri og jafnvel
líkja henni við galdrabrennur í Evrópu á 17. og 18. öld. Verra er þó, að
undirrituðum virðist, að þessi gagnrýni byggist að nokkru leyti á misskilningi,
þ. e.:
1. Hlutlæg gögn verða ekki túlkuð öðruvísi en persónulega. Ekkert er því
rangt frá vísindalegu sjónarmiði í túlkun Jakobsons og félaga hans. Hið
eina, sem umdeilanlegt er, er hve langt á að ganga í einföldun gagnanna og
aðhæfingu ólíkra fyrirbæra í einn aðalþátt. Slíkt verður ætíð umdeilt,
enda eru til margar tillögur um það.
2. Sú fullyrðing, að deiliþættir Jakobsons séu ekki fundnir í andstæðu (bls.
120) er röng. Steblin-Kamenskij virðist rugla saman lóðréttri (paradigma-
tique) og láréttri (syntagmatique) andstæðu. Deiliþættirnir eru yfirleitt
fundnir í andstæðu, en nafngiftir þáttanna leiða hins vegar engan veginn
af andstæðunni. Þessu tvennu má ekki rugla saman.
3. A bls. 123 og 126 er kveðið svo á, að knippi deiliþáttanna sé óbreytileg
stærð. Þetta er ekki rétt. Jakobson hefur ætíð lagt mikla áherzlu á, að
deiliþátturinn sé afstælt hugtak. Reynslan sýnir enda, að í mannlegu máli
geta engar stærðir verið óbreytilegar. Öljóst er því, hvernig hægt er að full-
yrða, að „knippi deiliþátta sé einangrun tungumálsins frá tímanum, þ. e.
breytingunni“ (bls. 126).
4. Deila má um það endalaust, hvort tekizt hafi að finna „rétta“ deiliþætti.
Því er hæpin sú fullyrðing, að kenningin geri ráð fyrir sama innihaldi
fónema í flestum málum (bls. 123). Steblin-Kamenskij sér, að rökrétt
hugsað er slíkt fjarstæða, en kenningin sem slík á þar enga sök. Mögu-
leikar kenningarinnar hafa einfaldlega ekki verið fullnýttir. Sennilega er
ástæðan til þess fyrst og fremst sú, að 12 lágmarkspör hafa að einhverju
leyti hindrað þróun kenningarinnar.
5. Steblin-Kamenskij telur mótsögn í því að finna fónem og deiliþætti í efnis-
legum fyrirbærum (bls. 121). Vitað er, að þetta eru eingöngu andstæðuein-