Skírnir - 01.01.1974, Qupperneq 166
160
ÓLAFUR JÓNSSON
SKÍRNIR
afstaða hans til efnisins mótuð fyrst og fremst af vorkunnlátu um-
burðarlyndi, hófsamlegri samhlendni hæðni og einskonar trega.
„Naturen er ikke nær saa uvittig som den anses for d0d til, at
oph0je eller fornedre paa de besynderligste Steder og Foranledning-
er er dens mindste Kunst. Med Hensyn til Lejligheden er den
selvfors0rgende,“ segir hér í upphafi sögu. (8-9).26 Og þessir
duttlungar náttúrunnar, upphafning og niðurlæging mannlegs lífs
á valdi hennar, er efni Brimhendu.
Því er það að náttúrulýsing Brimhendu virðist skipta mestu,
föst í minni eftir að fólk og atvik í sögunni eru að mestu gleymd.
Landið, jörðin sem Sesar samsamast í byrjun sögu hrindir honum
að lokum frá sér: eins og stórgripur fæli frá sér óværu. Það er
kannski minnisverðasta einstök mynd í sögunni. Og þá er það að
sjórinn tekur Sesar til sín, brimið sem lagt hefur sögu hans til
undirleikinn, þá sannast loks draumar og forspár sögunnar, sam-
einast í eina mynd veruleiki og óveruleiki hennar:
Han var den Morgen ude at skære Græst0rv som sædvanlig, dog ikke i
Bredmosen, men paa en Elvebakke. Frosten var endnu ikke gaaet i Jorden,
men hvor Natteluften naaede at aande paa Mosevandet, var det isskorpet.
Kunde det undgaas, kr0b man ugerne rundt paa de fugtige Enge. Dagens
Tprveskær var beliggende i en Sænkning, hvis langagtige Linjer kunde minde
om Lysken paa en Hest. Sammen med et Skub af Tidevandet var en bitter-
kold Nordenstorm Mester for en Brænding, man ikke ofte ser Magen til.
Det var som Borge og Tinder, bare meget h0jcre, en Skuevold, som steg og
sank, en Kostbarhed af de ubestandige men uerstattelige, Havdybets haanlige
Udfordring mod et ligstivt Land, imænget en Dpdens Blidhed, som ikke kan
overgaas (93—94).:27
Aðventu má lesa sem raunsæislega frásögn úr lífi alþýðu, lof-
kviðu hins íslenska fjármanns um aldir, eða þvílíkt. Þannig séð
lýsir sagan að sönnu hinni afturhaldssömustu skoðun á fornu stétta-
þjóðfélagi, gerir sjálfsblekkingu öreigans að háleitu fordæmi réttrar
trúar, siðlegrar breytni, mannlegrar hetjulundar. Það er hlutur
öreigans að fórna heilsu og lífi ef þarf fyrir kindur hinna betur
settu bænda á fjalli: sjálfur átti Benedikt bara örfáar kindur og
vantaði enga þeirra! Gott og vel, við lesum Aðventu í staðinn sem
trúarlega og heimspekilega táknsögu, dæmi um reisn manns og mátt
hans að berjast til sigurs, sigrast á sjálfum dauðanum.
En hvað um Sesar? Einnig Sesar býr í samfélagi sem nú er liðið