Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 32
30 PREBEN MEULENGRACHT SÖRENSEN SKÍRNIR
bókar, sem varðveist hefur. Ari segir frá því í prologus hennar, að
hann hafi breytt bókinni eftir að hafa sýnt hana biskupunum Þor-
láki og Katli og Sæmundi presti. Kveðst hann hafa fellt ættartölur
niður „með því að þeim líkaði svo að hafa“.28 Skyldi þessi breyt-
ing ekki hafa verið gerð, vegna þess að biskupar og aðrir höfð-
ingjar vildu leggja ákveðinn skilning í uppruna þjóðarinnar, að
hún væri komin af jafnbornum óháðum ættum, sem síðar hefðu
sameinast í einu samfélagi, án þess að nein ein ætt hefði um það
forustu?
Þessari söguskoðun, sem grundvallast í riti Ara, er haldið áfram
í Sturlubók. Hina „sögulegu“ efnisskipun og breyttu ættfærslu
þar ber að sama brunni. Hvort tveggja ritið stefnir að því að semja
Islandssögu, sem byrjar á sérstæðri dæmisögu um, hvernig landið
byggðist í fyrsta sinn.
IV
Ef sú tilgáta, sem hér er sett fram um eðli og tilgang sögunnar um
Ingólf og Hjörleif í Sturlubók, er rétt, gildir einu hvað nútíma-
mönnum þykir þjóðsagnakennt í henni og hvað tekið verður gilt
sem sagnfræði á okkar mælikvarða: söguna sem heild verður að
skilja sem sagnfræði miðaldaíslendinga, tilraun þeirra til að skýra
mikilvægasta atburð í þjóðarsögunni. Með þennan skilning að
forsendu verður hér á eftir reynt að varpa ljósi á nokkrar hugmynd-
ir sögunnar um Ingólf og Hjörleif. Það er engan veginn ætlast til
þess að túlka söguna í heild. Til þess þarf miklu víðtækari vitneskju
um hugmyndakerfi þjóðveldisins en nú eru tök á. Hér verður aðal-
lega athuguð lýsing sögunnar á útför frá Noregi og komunni til ís-
lands og hugmyndir varðandi félagsleg samskipti Islendinga við
umheiminn, sem þessi lýsing felur í sér.
Eitt megineinkenni landnámslýsingarinnar er, að þeir sem saman
flytjast búferlum frá Noregi mynda fjölskyldu ásamt föruneyti
hennar, en fjölskyldan er einmitt sú félagslega eining sem norsku
og íslensku ættarsamfélögin byggðust á.29 Utför fjölskyldu til
íslands felur einkum í sér tvö vandamál eins og henni er lýst í forn-
sögunum: (a) fjölskyldan gefur upp jarðeignir sínar og óðal og
verður að afla sér nýrra í „óbyggðu landi”, og (b) hún slítur fé-
lagsleg tengsl sín — einkum í formi mægða —• við það samfélag,