Skírnir - 01.01.1974, Page 199
SKÍRNIR
EINAR OG GAUTUR
193
Senn blikaði öll þessi brennheita gröf,
með bylgjum og yogum, sem önnur höf.15
Pétur talar þarna að vísu ekki um virkjun sjávarfalla, en engu að
síður virðist mér hugsunin, einmitt þetta að tefla saman tveim
höfuðskepnum til að veita annarri líf með eyðandi mætti hinnar,
minna þéttings mikið á þessar alkunnar ljóðlínur:
Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör
að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör, -
að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum
svo hafin yrði í veldi fallsins skör.
- Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk,
já, búning hitans sníða úr jökuls klæðum.
Hér mætti leiða líf úr dauðans örk
og ljósið tendra í húmsins eyðimörk
við hjartaslög þíns afls í segulæðum.16
Að sönnu getur hér enga orðalagslíkingu, en hugsunin er náskyld.
Eins og tekið var fram í upphafi, var alls ekki ætlunin í þessum
línum að gera samanburð á frumkveðnum ljóðum Einars Bene-
diktssonar og þýðingu hans á „Pétri Gaut“. Hér hafa aðeins verið
settar á blað hugleiðingar um tvö skáld, Einar og Pétur. Hins vegar
væri óráðvendni að skiljast svo við, að ekki væri lögð áhersla á
það sem milli bar einnig.
Fyrir margar sakir tuktar Ibsen barn sitt Pétur Gaut, en þó ekki
síst fyrir það sem hér hefur verið aðalumræðuefnið: óraunsæjar
ímyndanir um eigin getu, án þess nokkurn tíma fylgi áræði til að
takast á við viðfangsefnin. „Hér beygjum við hjá, eins og Beygur
kvað,“ eru einkennisorð Péturs. Það er þarna sem Einar segir skilið
við hann. Áræði virðist hann aldrei hafa brostið; hversu óraunsæj-
ar sem hugmyndir hans voru. skorti aldrei hug til að reyna að
hrinda þeim í framkvæmd. Einar var þannig ekki aðeins skáld í
muna og munni, hann reyndi einnig að yrkja í áþreifanlegri efni.
Það er svo önnur saga að Títan og Arcturus urðu ekki þeir jötnar
sem skáldið ætlaði. En það var ekki Einar Benediktsson sem hafði
merarhjartað.
Uppsölum, 1974.
13