Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 256
250 RITDÓMAR SKÍRNIR
líkt og í nútímatékknesku. Höfundur telur, að þetta framgómmælta r skýri að
nokkru leyti R-hljóðvarpið.
I ritgerðinni um klofninguna færir höfundur rök að því, að myndun fram-
mæltra kringdra sérhljóða með hljóðvarpi hafi verið mikilvægur þáttur í þró-
un klofningarinnar. Þá varð tungustaðan deiliþáttur fyrir /u/ og því sé ekki
að undra, að 11 hafi á e mun meiri áhrif en a. Þá færir höfundur rök að því, að
/íq/ hafi hlotið að vera myndað úr /ia/ en ekki beint úr e.
Fimmta ritgerðin fjallar um i-hljóðvarp (bls. 47-54). Þar dregur höfundur
saman helztu kenningar um þetta fyrirbæri og sýnir fram á, að fjölmörg atriði
eru óljós í þessari breytingu, þótt hún hafi mikið verið athuguð. Grunnhug-
mynd höfundar er sú, að í sögu hljóðvarpsins verði að gera ráð fyrir tvenns
konar tengslum (jointures), opnum og lokuðum. Opin tengsl hafi hindrað
hljóðvarp og með því að gera ráð fyrir mismunandi tíma hvarfs þessara tengsla
á eftir stuttum og löngum sérhljóða megi skýra flestar undantekningar frá
hljóðvarpslögmálunum. Kenning höfundar er athyglisverð, því að hljóðvarpið
er sammyndunarfyrirbæri og hlýtur því að gerast seinna við morfemmörk. Ein-
mitt af því að hljóðvarp er sammyndunarfyrirhæri, getur breytingin ekki geng-
ið til baka, er hljóðvarpsvaldurinn hverfur, eins og sumir hafa hugsað sér, og
því virðist kenning höfundar sannfærandi.
Sjötta ritgerðin, sem nefnist „íslenzka sérhljóðakerfið og saga þess“ (bls.
55-78), er samanþjöppuð niðurstaða ritdeilu, sem höfundur var þátttakandi
í og fjallaði um fónólógíska greiningu íslenzka sérhljóðakerfisins. Þar bendir
höfundur á þá undarlegu staðreynd, að því minna sem vitað er um ákveðið
málkerfi, því meiri líkur séu til, að menn séu sammála. Höfundur gengur út
frá því sem gefnu, að hljóðfræðilegar og fónólógískar staðreyndir hljóti að
vera grundvöllur sérhverrar fónólógískrar rannsóknar. Hann gengur út frá
upphafinni andstæðu einhljóða og tvíhljóða í íslenzku á undan /ng/ og /j/.
Einhljóð og tvíhljóð hafa samkvæmt skoðun höfundar sameiginlegt einkenni,
þ. e. að tvíhljóðast: einhljóðin í átt til opnunar, tvíhljóðin í átt til lokunar.
Þau mynda því eitt kerfi en ekki tvö (bls. 67). Höfundur leggur sig mjög
fram um að sýna, að samræmi sé ekki einkenni fónólógísks kerfis, heldur í
hæsta lagi einn möguleiki til framsetningar kerfisins (bls. 64-66).
Seinni hluti ritgerðarinnar er samanþjappað yfirlit yfir þróun sérhljóðakerf-
isins frá frumnorræna sérhljóðakerfinu. Höfundur leggst gegn skoðun Anton-
sens, bæði af kerfisástæðum og einnig af því, að ritaðar heimildir vanti algjör-
lega til að styðja kenninguna. Þýðingarmestu breytinguna af öllum telur hann
hljóðdvalarbreytinguna, er lengdin hætti að vera deiliþáttur í kerfinu.
Höfundur bendir á, að fónólógísk lausn geti alls ekki verið endanleg í stærð-
fræðilegum skilningi og engin mörk séu að komast til betri og dýpri lausnar
hljóðfræðilega og fónólógískt. Þau orð má til sanns vegar færa, því að því er
opnunarstigin varðar sýna rannsóknir, að hið raunverulega íslenzka sérhljóða-
kerfi er æði langt frá því sem Stefán Einarsson áleit og almennt hefur verið
álitið til þessa. Niðurstaða höfundar er sú, að þrátt fyrir hinar tíðu og miklu
breytingar sérhljóðakerfisins, sem ýmist sköpuðu eða eyðilögðu samræmi