Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 179
SKÍRNIR BRÉF TIL SIGRÍÐAR E. MAGNÚSSON 173
keyrir á níu vögnum og liggur á þeim öllum eins og Gerýon7 jötun
í helvíti sém lá á foldunni marflatur og náði yfir níu plóglönd eða
dagsláttur - og svo draga vagnana fimmhundruð hestar og fjórir
offísérar sitja á hvurjum hesti með tóbakspípur fyrir keyri, og þá
skelfur jörð og fjöll, himininn dunar við og sjórinn geysist upp
á löndin - þá líður ekki yfir mig. - Jeg hef lítið ort síðan jeg kom
híngað, jeg hef líka svo mikið að gera að það er undur - og í raun-
inni undur sem jeg hef afkastað í vor núna á lítið meira en mánuði,
svo þér trúið því ekki, og sjáið það heldur ekki, því hér er ekki um
annað að gera en frönsku, latínu, þýzku og ensku, en dönsku lítið -
íslenzku ekkert - og jeg fæ nú valla lengur tækifæri til að tala hana,
og varla heldur dönsku. Þetta líf er undarlegt, og fer optast nær öðru
vísi að einhverju leyti en maður býst við. Annars er maður alltaf að
gera ráð fyrir ýmsu og ýmsu, en menn geta aldrei gert vissan reikn-
íng fyrir fram um nokkurn hlut. Já, jeg hef svo mikið að gera, að jeg
get varla skrifað svo lítið fyrir sjálfan mig einsog þetta bréf er, og
er jeg því óvanur, enda hefur nú meira verið lagt upp stundum. Jeg
er líka orðinn einhvurn veginn svo alvarlegur og kominn útúr Túr
með allt mitt gamla glamur, að jeg get ekki verið að rulla upp öðr-
um eins rollum og jeg hef áður gert, en þó er jeg ekkert melan-
kolskur; jeg hef líka nóg að lifa á og hef það í rauninni svo brilli-
ant sem jeg get óskað mér nú sem stendur, og tíma hef jeg á daginn
til að lesa, en það horfir nú í aðra stefnu enn þá en jeg nokkurn
tíma hugði, og þó Danskurinn sé dúmmur, þá lýgur hann ekki þeg-
ar hann segir: Mennesket spaaer, men Gud raader - og hefði jeg
víst sagt að sá mundi hafa fundið upp púðrið sem þetta hefur sagt,
ef jeg ekki vissi að Berthold Schwarz8 var þýzkur. Hér í Höfn er
annars helvíti leiðinlegt, ekkert líf og engir atburðir, enda bregður
manni nú við síðan 1848 þegar stríðið var, því þá var lifað, og er
jeg að hugsa um að fara héðan. Það er annars skrítið líf sem jeg
hef haft í vor í sumu tilliti, jeg hef alltaf á milli og meðan jeg hef
verið að erfiða, verið að jeta Apelsínur, og drekka baierskt öl og
vín, og rúgbrauð hef jeg ekki smakkað jeg veit ekki hvað lengi svo
jeg harma og græt gamla svartabrauðs Bernhöft,0 sem deponeraði
hérna um árið fimmhundruð rixort heil í jarðabókarsjóðinn og
samtengdi svo Trínu10 líkamlega við Klenz11 á helvítis dröfnótta
peisugarminum sem var eins og gamalfleginn svartbakshamur