Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 9
JÓN BJÖRNSSON Á BAKKA
eftir EMMU HANSEN
JÓN Björnsson bóndi og sýslunefndarmaður að Bakka í
Viðvíkursveit var fæddur að Stóragerði í Óslandshlíð 21. apríl
1873. Faðir Jóns var Björn, síðast bóndi að Enni í Viðvíkursveit,
fæddur 21. sept. 1840, líklega að Marbæli í Óslandshlíð. Hann
var Illugason frá Óslandi Björnssonar, síðast bónda þar, Björns-
sonar ríka, eða Mála-Björns hreppstjóra á Hofsstöðum, Illugason-
ar bónda að Haukagili í Vatnsdal, síðar að Krithóli, Björnssonar
bónda í Koti í Vatnsdal, Illugasonar bónda í Koti, Jónssonar. Um
ætt þessa má lesa nánar í Skagfirðingabók 4, 1969, í þætti Mála-
Björns. Margt merkra manna er komið af þessari ætt.
Björn, faðir Jóns á Bakka, var alinn upp hjá vandalausum. Að-
eins tæpra sex ára missti mann föður sinn úr mislingafaraldri,
er þá geisaði. Um 1855 var hann talinn tökudrengur að Sviðningi
í Kolbeinsdal hjá Skúla Andréssyni og Oddnýju Sveinsdóttur, og
þaðan var hann fermdur. Kona Björns og móðir Jóns á Bakka
var Helga, fædd 25. des. 1834, Jónsdóttir bónda í Stóragerði,
fæddur 1791, dáinn 1870, Vigfússonar að Þröm á Langholti, Er-
lendssonar og konu hans, Valgerðar Jónsdóttur frá Skeggjastöðum.
Móðir Helgu var Halldóra, fædd 1791, dáin 1869, Tómasdóttir
á Kálfsá í Ólafsfirði, Jónssonar.
Þau Björn og Helga hófu búskap að Stóragerði á móti Jóni,
tengdaföður Björns, árið 1866. Síðar, eða 1875, fluttu þau að Þúf-
7