Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 70
SKAGFIRÐINGABÓK
Magnúsar komu þeir honum að bátshliðinni. Voru hinir þar fyrir
nema einn.
En nú rétti Garðar sig við og valt á hina hliðina. Fóru þá sumir
aftur í sjóinn, en komust þó aftur að bátnum með hjálp þeirra,
sem fyrir voru.
Sá sem vantaði, var Þorsteinn mótoristi. Þegar Garðar valt í
fyrra sinn, var hann kominn niður í vélarhúsið, til að hita upp
vélina, en komst þó út og lenti í sjónum fyrir aftan bátinn. Náði
hann í spýturnar, sem bundnar voru aftan í hann, og hélt sér þar.
Nú var vélarrúmið orðið fullt af sjó, og sökk því Garðar að aftan
fram fyrir vélarhús, aðeins kinnungurinn að framan var upp úr.
Maraði hann svona að mesm í kafi á annari hliðinni. Sennilega
hefur viðurinn í lestinni komið í veg fyrir, að hann sökk ekki
alveg.
Nú var komið aðfall, og með því kom norðan hafgola. Ara-
báturinn hafði strax slitnað frá Garðari, og rak hann ásamt viðn-
um inn undir Ketubjörgin. Allir voru þeir félagar ósyndir, svo
ekki horfði vænlega fyrir þeim. Þeir reyndu að kalla á hjálp, en
það var árangurslaust. Bærinn í Ketu er töluvert frá sjó, og klett-
arnir köstuðu hljóðinu til baka.
Eina ráðið var að komast til lands með einhverju móti, og
ákvað Jón að freista þess. Náði hann sér í spýtu um fimm álna
langa, en granna, með það fyrir augum að ná til lands með henn-
ar hjálp. En hann var ekki fyrr skilinn við Garðar en spýtan valt,
og lenti hann undir henni, en hún lá þversum yfir brjóstið á hon-
um. Þannig hélt hann aftur á bak af stað til lands, með því að
spyrna sér áfram með fótunum.
Þó leiðin væri ekki löng, gekk ferðin seint. Innfall var mikið,
og varð hann því að halda upp í strauminn til þess að reyna að
ná lendingunni. Það tókst Jóni ekki og lenti hann á klettadröng-
unum fyrir sunnan lendinguna. Þaravaxnar hleinar eru kringum
drangana, þar sem hann komst á land, en þar tapaði hann spýt-
unni. Straumurinn bar hana burt. Nú var eftir að komast yfir
álinn, en hann var óvæður, því komið var háflæði. Þar yfir komst
Jón við illan leik, því kuldi og þreyta var farið að segja til sín.
68