Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 84
SKAGFIRÐINGABÓK
ut úr kirkjunni, en nefnir að hann hafi hjálpað til að slökkva eld
í stöfnunum á fjósinu og hlöðunni, en hann hafði þó annað erindi.
Þau hjónin buðu öllu fólkinu heim til sín, en þar var þá tíu manns
í heimili. A engum bæ í sveitinni var jafn gestkvæmt og á Starra-
stöðum, en alltaf nóg rúm fyrir gesti og hjálpsemi mikil. Að álið-
inni nótt fór fólkið að Starrastöðum. Sveinn Egilsson man eftir
því, að móðir hans bar hann á bakinu. Hann var berfætmr og
leirinn úr keldunum milli bæjanna slettist upp á fætur hans.
Kannske hefur hún verið fáklædd líka. Þau voru tvö ein. Annað
fólk var þeim ekki samferða.
Kristmundur Bjarnason á minningar frá þessari eftirminnilegu
nótt, þó ungur væri. Hann sendi mér skýrslu sína í bréfi; gef ég
honum svo orðið:
„Ég var tveggja og hálfs árs, og þá eru skil milli þess ímynd-
aða og raunverulega óljós og hér aðeins um að ræða leifmr inn
í myrkvið minninga. — Ég vakna við háreysti, er í rúmi undir
austurglugga og einn í herberginu. Mér verður fyrst fyrir að há-
orga og ástæða til, því að reyk leggur inn um dyr fjærst mér að
norðanverðu, og flöktandi eldtungur sleikja um hurðina. Annar-
leg birta, kjökur og köll úti fyrir. Eg rís upp, styðst við glugga-
kistuna og æpi allt hvað ég get. Mér rennur til rifja umkomu-
leysi mitt á þessari stundu. I sömu svipan er sussað á mig. Það er
kominn maður á gluggann; stendur í stiga. Ekki man ég með
vissu, hver þar var á ferð. Hann reynir að róa mig, tekur mig í
fangið, vefur um mig sænginni, en varpar rúmförnm út í haust-
nóttina. í næstu andrá er ég í öruggri höfn hjá fósturmóður og
fósturömmu. Og nú nýt ég þess að horfa á brunann; draugalega
birtuna, menn á þönum fram og aftur, risavaxna skugga; eld-
tungur lyppast upp úr kafinu, sleikja um rjáfur; snark, brestir,
öskur og hróp... Næst man ég til mín suður á túni, ásamt fleiri
börnum og volandi kvenfólki. Ég veit að bærinn okkar er að
brenna, en finn enga ástæðu til að gráta; bara byggja nýjan...
Undir morgun er ég komin í Starrastaði. Við okkur tekur falleg
kona, kyrrlát og vinhlý; húsfreyja þar, Margrét Eyjólfsdóttir. Og
82