Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 25
SNURÐUR Á SAMBÚÐ VIÐ EINOIÍUNARKAUPMENN
af hræðslu; og síðan kom ég á soddan friðstillingu milli beggja,
að hér varð ekki meira af talað."1
Prjónlesið var jafnan misjafnt að gæðum, og kaupmaður hefur
bersýnilega rekið meira af því en klausturhaldaranum þótti hæfi-
legt, og hefur hann væntanlega ætlað að hræða kaupmann til að
taka það betur. Vegna stöðu sinnar gat hann leyft sér þetta, og er
ekki annað að sjá en honum hafi tekizt fyrirætlun sín. Væntanlega
hefur sá friður, sem sr. Jón segist hafa komið á með nafna sínum
og kaupmanni, enzt vel, þar eð Jón Vigfússon andaðist skömmu
síðar, haustið 1752.
II
Árið eftir, 1753, voru tekin þingvitni um verzlun Hör-
mangarafélagsins á Islandi. Þessi þingvitnataka náði til 16 kaup-
svæða af 24. I Skagafirði voru tekin þingvitni að Hofi á Höfða-
strönd 22. ágúst. Þar báru vitni um verzlun Hörmangarafélagsins
Björn Jónsson Dalabæ, Holtshreppi, Einar Jónsson Viðvík, Jón
Eggertsson Héraðsdal, Olafur Stefánsson Lýtingsstöðum, Sveinn
Þorláksson Sjávarborg, Sveinn Þorsteinsson,* Jón Jónsson Brim-
nesi, Eiríkur Bjarnason Djúpadal, Jón Jónsson Flugumýri, Jón
Jónsson Neðra-Ási, Þorlákur Skúlason Stóru-Seylu, Sigurður Jóns-
son Hóli í Sæmundarhlíð og Hjálmar Erlendsson Mannskaðahóli.2
Ljóst er af framburði vitnanna, að Skagfirðingar hafa ekki verið
vel ánægðír með verzlun HörmangarafélagSins á Hofsóshöfn, og
1 Ævis. J. Stgr., Rvík 1913—16, bls. 82.
* Sveinn mun hafa búið að Efra-Haganesi, Holtshreppi.
2 Sjá Þingbók Skagafjarðarsýslu 1753—1761, fol. 15 o. áfr. Vert er að
veita því athygli, að ekkert vitni er af Skaganum, Laxárdalnum og
Reykjaströndinni.
23