Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 81
BRUNINN Á MÆLIFELLI 1921
verja fjós og hlöðu, þó að lítils háttar væri kviknað í stöfnunum
— með því að bera vatn í. Hafði yfirheyrði — meðan hann var
einn — líka ausið vatni þar á úr skilvindufötu, er hann náði úr
búrinu....
Mætti þá fyrir réttinum Olafur Sveinsson bóndi á Starrastöð-
um.... Þegar hann kom að brunanum, stóð allur bærinn í björtu
báli og farið að loga í kirkjunni. Þá var hans klukka nokkuð að
ganga tvö. Hún vár ca. 2Vl tíma á undan símaklukku. Líka var
farið að loga í fjósstafninum og hjálpaði hann til að slökkva þar.
Hann veitti ekki eftirtekt, hvort nokkuð af bænum var fallið, er
hann kom að. Algerlega var ómögulegt að bjarga neinu úr bæn-
um eftir að hann kom af því að alelda var ....
Þá mætti fyrir réttinum Jóhannes Sigvaldason vinnumaður á
Mælifelli.....Fyrir honum er upplesin lýsing á húsatilhögun á
Mælifelli, sú er séra Tryggvi H. Kvaran gaf, og staðfesti hann,
að hún sé rétt. Jóhannes kveðst hafa sofið í miðbaðstofunni bruna-
nóttina og kona hans. Jóhannes lagðist til svefns nokkuð á undan
prestinum þessa nótt. Hann kveður séra Tryggva hafa vakið sig
og sagt sér að brynni. Ekki veit hann, hvað klukkan var þá. Hann
brá strax við og fór að hjálpa til að koma börnunum út um bað-
stofugluggann á austurstafninum, niður stiga þann, sem prestur-
inn hafði reist þar. Þegar hann kom út, sá hann, að þekjan á
norðurbænum var í báli, en ekki var farið að kvikna í að sunnan.
Hann kveður, að vita lífs ómögulegt hafi verið að slökkva eld-
inn í norðurþekjunni nema ef til vill með dælum, eins og farið
var þá að brenna og ekkert viðlit að rífa. Þéttingsstormur að
vestan var þegar hann kom út. Frekar suðvestan var um daginn.
Hann telur, að þekjurnar muni hafa verið fremur þurrar. Þegar
út var komið með fólkið, brugðu þeir við til að bjarga úr bænum
og gjörðu það meðan hægt var. Engan reyk varð hann var við
í eldhúsinu, þar sem eldavélin var, þegar hann fór þar um, þegar
verið var að bjarga út. Ekki fór hann inn í ganginn milli skála
og eldhúss, þar var eldur og fuilt af reyk. Hann fór á bæi að
sækja fólk til hjálpar, og þá var ekki farið að loga upp úr þekj-
unni á suðurhúsinu, en eldur kominn í hana. Ekki sá hann, hver
79