Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 107
KNAPPSSTAÐAPRESTAR Á SÍÐARI ÖLDUM
Hann kannaðist við stuldinn og bað prest fyrirgefningar, en sagð-
ist ekki geta skilað magálnum, því að hann væri búinn að eta
hann upp til agna. Prestur lét hann lofa því fastlega að hvekkja
hvorki sig né aðra framar og gaf honum upp allar sakir.
Lýkur hér frá sr. Sveini að segja.
Einar Grímsson.
Næstu þrjá áratugina var prestur á Knappsstöðum mað-
ur þingeyskrar ættar, er Einar hét og var Grímsson. Hann var
talinn góður prestur, ráðsettur maður og búnaðist vel, segir í Ævi-
skrám. Af embættisbókum hans má ráða, að hann hafi verið af-
bragðs skrifari og reglusamur í embætti. Kona sr. Einars, Olöf
Steinsdóttir, var líka að norðan. Sr. Einari er svo lýst, að hann
hafi verið meðalmaður vexti í gildara lagi, jarpur á hár, rjóður
og þykkleimr í andliti, slétmr og hógvær í umgengni og hátt-
prúður, góður kennimaður, vel að sér í mörgu, ljúfmenni og vin-
sæll mjög.
Sr. Einar lét af prestsskap árið 1835 og andaðist 6 árum síðar
hjá Guðrúnu dóttur sinni og manni hennar, Jóni hreppstjóra Jóns-
syni á Brúnastöðum í Fljótum. Dánardagur hans er annar í jólum
1841.
Stefán Þorvaldsson.
Eftirmaður sr. Einars var sr. Stefán Þorvaldsson, sem
hélt Knappsstaðabrauð í 8 ár, 1835—43.
Hann var af landsins kunnusm prestaætt, sonur sr. Þorvalds
Böðvarssonar í Holti og þriðju konu hans, Kristínar Björnsdóttur
frá Bólstaðarhlíð.
Stefán varð stúdent 1830, en í stað þess að fara beint út í
prestsskapinn, tók hann kennslu í Reykjavík og var þá til heimilis
hjá sr. Gunnlaugi Oddssyni dómkirkjupresti, sem var gifmr Þór-
105