Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 164
SKAGFIRÐINGABÓK
þeirra fyrir sig er borað gat, hvar bezt þykir, einkum þar sem
þunnur flötur er á þeim; er þar dreginn í gegnum digur færis-
skúfur og hnýttur að einn eður tveir hnútar, en endarnir á fær-
isstúf þessum eru látnir vera lausir, til að binda þau á troðsuna*
með, þegar niðurstaðan er lögð.
5
Tróssu kalla menn stjórafærið (g), við hvört sérhver niður-
staða er bundin, og heldur þeim svo, að hvergi hreki. Hún er
fléttuð af hrosshári, mun digrari en flekaböndin; Má hún vera löng
eða stutt, eftir því sem djúpt er, hvar leggja á niðurstöðurnar. Við
Drangey er hún af tveimur lóðastrengjum, sem eru snúnir sam-
an; annar tróðsuendinn (h) er dreginn í gegnum gatið á fremsta
okanum (i) og síðan brugðið upp í gegnum gat (k), sem gjört
er á miðjan stjóraflekann yfir miðokanum, dregið niður hinu-
megin okans og hnýta yfir um hann; þá liggur flekinn stöðugri í
sjónum og sporðreisist ekki svo auðvelt, hvörsu sem öldurnar
ríða undir, sem ef trósunni væri einungis bundið í endaokann.
Síðan eru bundin á hana öll fimm keflin, sem eru færð freka
tvo faðma hvört frá öðru, og svo vandlega hnýtt með hönkunum,
sem eru í flekakeflunum, að þau losni ekki af; þau fljóta á sjón-
um á yfirvarpinu; það sem næst er stjóraflekanum, er frekum
tveim föðmum frá honum, en það sem lengst er frá honum, er
það stærsta, og heitir stjóradufl; því beinleiðis niður frá gengur
sjálf tróðsan (1), og neðan í hana er stjórinn (m) bundinn, sem
er aflangur blágrýtisfjörusteinn, krossbundinn með digrum fær-
isstúf. Er hann heldur valinn aflangur og hrufóttur, en hnöllótt-
ur og jafn; því hann dregst þá miður til í botninum, þótt sjávar-
ólga sé, og ganga menn því vissar að niðurstöðunum.
* Ath. þetta orð er ritað a.m.k. á þrjá vegu í greininni. Ósamræmi er
í ritun fleiri orða, svo sem eða - eð(u)r o.s.frv.
162