Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 37
SNURÐUR Á SAMBÚÐ VIÐ EINOKUNARKAUPMENN
1. vitni: „Svarar að öngvum viti hann lánað hafa. Segist vitnið,
Jón Magnússon, sem er hreppstjóri, hafa begjert nú hér um fyrir
viku, að kaupmaður vildi sér og öðrum hreppstjórum fá nokkrar
mjöltunnur fyrir þá, sem nauðstaddir væru, en hreppstjórar stæðu
fyrir verðinu, hvörju hann hafði ei nærri tekið.“ 2. vitni: „Ongv-
um viti hann kaupmann hafa lánað mjöl eða annað.“ 3. vitni:
„Ei heldur, að nokkrum lánað hafi.“ 4. vitni: „Öngvum hafi
hann lánað, svo hann viti." 5. vitni: „Öngvum viti hann kaup-
mann lánað hafa, nema tveimur prestum nokkuð.“ 6. vitni: „Ei
viti hann kaupmann lánað hafa, nema 2 prestum og kannski ein-
um bónda nokkuð.“ 7. vitni: „Enginn þar í hrepp hafi lán fengið.“
8. vitni: „Enginn so hann viti hafi lán fengið.“ 9. vitni: „Öngvum
hið minnsta lánað.“ 10. vitni: „Lán öngvir fengið.“ 11. vitni:
„Enginn lán fengið og enginn dirfst það að nefna, þar kaupmaður
sé ei vanur að lána.“ 12. vitni: „Lán hafi einn maður begjert og
ei fengið.“
Hvert vitni fyrir sig var einnig spurt um það, „hvört hann hafi
fengið mjöl svo mikið sem þurft hafi hjá kaupmanninum í sum-
ar“. Svörin eru sem hér segir:
Jón Magnússon: „Svarar nei, hafi þó gjört sér til þess þrjár
ferðir.“ Magnús Pálsson: „að fjórðungi minna mjöl fengið hafi
en óskaði, boðið þó betalinginn og ei fengið að sjá kaupmann
nema snöggvast í réttinni“. Teimr Magnússon: „Að óklárt sé enn
um reikning hans við kaupmanninn.“ Jón Andrésson: „Nei, en
lofað hafi kaupmaður sér mjöli.“ Sigurður Þorláksson: „Nei, hann
hafi og ei gjört kláran sinn reikning." Árni Halldórsson: „Nei.“
Einar Böðvarsson: „Nei; segist þó stórlega með þurft hafa mjöls
meir en fékk.“ Árni Einarsson: „Nei.“ Einar Gíslason: „Nei; þó
boðið betaling fyrir mjölið.“ Guðmundur Jónsson svarar „eins og
hinir.“ Arni Þorvarðsson: „Að mjöl hafi hann nægilegt fengið.“
Magnús Hafsteinsson: „Að húsmaður sinn, Helga Grímsdóttir,
hafi ei nærri svo mikið mjöl fengið, sem þurfti."1
Þessi svör sýna, að það er sjaldgæft, að menn fái eins mikla
1 Þingbók Hvs., 156-160.
35