Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 50
SKAGFIRÐINGABÓK
fúsdóttur. Giftingardagur þeirra finnst ekki vegna eyðu í kirkju-
bók, en búin voru þau að rugla saman reytum sínum, þegar hús-
vitjað var í Villinganesi í marz 1853. Þá er Jóhanna sögð 43 ára.
Þau hjón bjuggu síðan um kyrrt í Villinganesi, þar til dauðinn
kallaði þau héðan. Guðmundur dó á sóttarsæng 15. júní 1864 og
Jóhanna 8. ágúst 1865. Ekki áttu þau börn saman.
Þegar Guðmundur Þorsteinsson andaðist, var hann þokkalega
stæður, átti m. a. sex hundruð í Villinganesi, sem var þriðjungur
dýrleikans, átti einnig hlut í bæ og jarðarhúsum. Hann hefur verið
séður maður. Sigurður á Borgarfelli sagði eftir Helgu Jóhannes-
dóttur, að eitt sinn hefði Guðmundur rekizt á skrýtinn smástein
úti í haga, brugðið honum upp í sig og fundið sætabragð, haft
hann heim með sér og oft síðan látið hann liggja í munni sér, ef
hann drakk eitthvað, til dæmis heita mjólk.
Nú er að víkja sögunni til Karólínu Guðmundsdóttur. Hún
fæddist 27. janúar 1834. Þá var Guðmundur vistráðinn á Jórunn-
arstöðum í Eyjafjarðardal. Barnsmóðir hans, ógift vinnukona á
bænum, hét Sigríður Friðfinnsdóttir og var úr Eyjafirði. „Hans 1.,
hennar 2. frillulífsbrot“ skrifar prestur. Leiðir þessara vinnuhjúa
skildust fljótt. Guðmundur hélt kyrru fyrir á Jórunnarstöðum eitt
ár, en Sigríður hvarf þaðan í bili. Arið 1837 vistaðist hún þangað
afmr, og þar dó hún 12. apríl 1841 úr „nervefeber“ (taugaveiki),
41 árs.
A Jórunnarstöðum bjó um þessar mundir gegn maður, Páll
Halldórsson, „meðhjálpari, jarðeigandi“ svo sem skrifað stendur
í kirkjubók. A heimili hans ólst Karólína Guðmundsdóttir upp,
með móður sinni eins lengi og hennar naut við. Fyrri konu sína
missti Páll, þegar Karólína hafði náð fimmtán ára aldri, en seinni
konan settist fljótlega í sætið hennar, og er ætlandi, að þarna hafi
ungum vesalingi liðið eftir ástæðum vel, í meðhjálparans húsum.
Karólína Guðmundsdóttir fæddist alheil, en lamaðist kornung.
Hún kunni að lesa á bók sjö ára gömul, og sálusorgarinn gerir
engar atugasemdir við heilbrigði hennar fyrr en við húsvitjun
1848, þá er hún „blekkt“, fjómm árum seinna „vitskert“, en
ávallt er þess getið, að hún sé „læs“. Sennilega hefur „vitskert“
48