Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 78
SKAGFIRÐINGABÓK
Vissu framstafnar til austurs, en veggir voru frá austri til vesturs.
I suðurröðinni voru niðri, fyrst stofa að austan og gluggi á stafn-
inum, þar vestur af eldhús og vestast búr og stofa. Þar uppi yfir
voru svefnherbergin (baðstofa hólfuð). Var svefnhús þeirra hjóna
austast og gluggi þar á stafni. I norðari bæjarröðinni var niðri,
austanmegin, geymsluskáli, síðan gangur og vestast eldhús með
hlóðum. Loft var yfir skála, en eldhús upp í rjáfur. Gangur var
austanmegin milli suðausturstofunnar og skálans. Kirkjan stóð
austan við bæinn, norðanmegin.
Þegar yfirheyrði sá bjarmann á kirkjunni, vissi hann að bær-
inn var að brenna og fór úr svefnherbergi sínu fram í miðbað-
stofuna og þaðan niður í eldhúsið syðra (þar var eldavél). Var
þar enginn reykur. En er hann opnaði hurð þá, sem lá úr því
eldhúsi í ganginn á nyrðri húsunum, þá var þar fullt af reyk. Ur
ganginum í nyrðra húsinu, milli skálans og eldhússins þar, voru
dyr út. Sneri hann þá við, því þó að fært hefði verið að brjótast
þar út, sá hann, að eldurinn hlyti að magnast ef opnað væri út
og loft kæmist inn að. Hurðin úr þeim gangi inn í ganginn fyrir
framan syðra eldhúsið var opin á gátt, svo reykur streymdi auð-
veldlega þar í milli. Þeirri hurð skellti hann aftur. Þegar hann
sneri við, fór hann aftur umsvifalaust upp, en áður hafði hann
vakið fólkið, er í loftinu svaf, undir eins og hann hafði litið út
og sá hvað um var að vera; — þaðan út um gluggann á miðbað-
stofunni (suðurhliðinni). Fór síðan til kirkjunnar og sótti stiga,
er hann reisti upp við stafninn og fólkið síðan fór út um. Þegar
hann kom út, leit hann til bæjarins og var þá norðurröðin í báli.
Stóðu logar víðs vegar þar upp úr þekjunni, en ekki þá byrjað
að brenna að sunnanverðu. Norðurröðin var lítið eitt lægri en
suðurröðin. Sá hluti, er fyrst féll, var eldhúsþekjan að norðan og
var það skömmu eftir að fólkið var komið út.
Um daginn hafði verið mikill stormur af suðri og svo var vind-
staðan enn fyrst meðan á brunanum stóð, en síðan snerist vindur-
inn nokkuð til suðvesturs. Um daginn áður en brann og marga
daga þar áður, hafði enginn eldur, svo hann viti, verið tekinn
upp í eldhúsinu að norðan (þar sem hlóðirnar voru). En þann
76