Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 40
SKAGFIRÐINGABÓK
vitninu og bréfi sýslumanns og svaraði félagsstjórnin 28. febr.
1755. Þetta svar er nokkuð ítarlegt, en varðandi aðalatriðið, hvort
sýslan hafi fengið nægilega mikið af mjöli, kemur þó ekkert fram,
sem fær hrundið jx;im vitnisburðum, sem getur að lesa í tilfærð-
um vættum. Sýslan hafði þörf fyrir hallærishjálp og átti rétt á
henni samkvæmt verzlunarleyfinu, 11. grein, en hafði ekki fengið
hana, nema að einhverju leyti. Segir félagsstjórnin, að skuldir
bænda hafi stórhækkað og séu nú þrefalt hærri en þær hafi áður
verið. Þetta telur hún sýna, að kaupmaður sé engan veginn eins
harður og af sé látið og aftekur með öllu að senda Húnvetningum
annan kaupmann.
En félagsstjórnin lætur ekki við það sitja að verja sig, svara
þeim ásökunum, sem fram koma í bréfi Rentukammersins um
þetta mál. Hún gerir gagnáhlaup og í bréfi sínu 28. febr. 1755
leggur hún fram ákæru á hendur Bjarna Halldórssyni sýslumanni
fyrir misnotkun á embættisvaldi. Bréfinu fylgir greinargerð frá
Höfðakaupmanni, og leggur kaupmaður hér fram kæru vegna
óspekta.1
Hinn 21. sept. hafi Guðbrandur Arason2 komið í kaupstaðinn
og verið hleypt 4—5 sinnum inn í búðina; en þar eð hann hafi
verið hávaðasamur og tafið fyrir afgreiðslu, hafi kaupmaður neyðzt
til þess, eftir að hafa gefið Guðbrandi aðvörun, að láta undirkaup-
manninn setja hann út, enda hafi hann verið undir áhrifum áfengis.
Síðar hafi svo búðardyrunum verið lokið upp, og þá hafi föru-
nautar Guðbrands ruðzt inn og umkringt undirkaupmanninn,
búðarþjóninn og vikapiltinn. Kaupmaður kveðst ekki vita, hvort
þeir hafi haft í huga að snúast gegn sér, en telur sig hafa átt fullt
í fangi með að hafa stjórn á þeim, og notið þó aðstoðar Islend-
ings, sem var staddur í búðinni. Kaupmaður álítur, að hér hafi
verið á ferðinni nokkurs konar tilraun til uppreisnar, „en Slags
Revolte“, og kveðst hafa óskað eftir, að þingvitni yrðu tekin um
það sem gerzt hafði. Sýslumaður hefði á hinn bóginn ekki sinnt
málinu sem skyldi.
1 Sbr. bréf Hörmfél. til Rentukammersins 28. febrúar 1755.
2 Guðbrandur bjó á Fitjum í Torfustaðahreppi.
38