Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 55
KARÓLÍNA KROSSINN BER
um borið. Oftast nær hafi hún þáð þó með blóti, þegar hún, kon-
an Sigríður, bauð henni matvæli, og ekki viti hún bemr en að
henni hafi verið skammtaður sami matur sem hinu fólkinu“. Sig-
ríður lét bóka til viðbótar, og dró þá nokkuð úr fyrra framburði
sínum, „að hún muni ekki upp á víst, hvort Karólína hafi kvartað
yfir sulti eður ekki, að minnsta kosti hafi það verið sjaldan, enda
hafi hún, 0: konan Sigríður, þá bætt úr því“.
Aður en réttarhaldinu sleit, voru sóknarpresti „gefin skeyti um,
að ekkert væri til fyrirstöðu, að líkið mætti jarðsyngjast“. Og var
því framfylgt þegar næsta dag.
Máli þessu lauk á þann veg, að sama ár, 21. desember, sendi
sýslumaður amtinu afrit réttarprófsins í Villinganesi, kostnaðar-
reikninga vegna rannsóknarinnar og mat Jóseps Skaftasonar á lík-
skoðun þeirri og líkskurði, sem hann tókst á hendur. I bréfi, sem
þessu fylgdi til amtsins, segir sýslumaður: „Að því leyti læknir-
inn byggir álit sitt um vanhirðingu og illa aðbúð á því, að óþrifa
útslettur og afrif hafi fundizt á líkinu, þá leyfi eg mér að láta í
ljósi þá meiningu, að þessi atvik geti þó ekki álitizt sem ástæða
til að gjöra frekara við þetta mál og dirfist því að vona, að upp-
hæð reikninganna verði borguð úr jafnaðarsjóðnum, eftir að búið
er að leggja úrskurð á þá."
Pétur Havsteen amtmaður svaraði sýslumanni 26. janúar 1861.
Hann kvaðst hljóta að vera sýslumanni samdóma í því, „að ekki
sé næg ástæða til að hreyfa þessu máli frekara en komið er“.
53