Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 54
SKAGFIRÐINGABÓK
sem hún einnig næstliðinn vetur af og til hafi kvartað yfir; einnig
hafi hún seinasta hálfan mánuðinn, sem hún lifði, haft minni lyst
fyrir næringu en á undan og iðulega á þessu tímabili leitað eftir
hægðum til baksins; að öðru leyti hafi ekki verið hægt að komast
að veikindum hennar sakir vitsskorts. - Hvað matarhæfi því við-
víki, sem hún hafi haft og hvernig henni var skammtað, skír-
skotar hann til sambýlisfólks síns, en játar þarhjá, að hann hafi
haft nokkuð þröngt í búi og hafi tapað nokkru af bjargræðis-
skepnum í fyrravor".
Jóhanna Sigfúsdóttir, stjúpa Karólínu, bar fyrir réttinum, „að
hún hafi skammtað hinni dánu í tveggja marka aski kvöld og
morgun og einnig átbita að morgninum og við honum smjör eða
tólg, en um miðjan daginn kjötsúpu annan daginn með einum
eða tveimur bitum niðrí, og hinn daginn fisk og brauð með við-
biti. Mjólk hafi hún aldrei viljað. Seinustu dagana, sem hún lifði,
hafi hún borðað dræmt og lítið og seinasta daginn varla nærzt“.
Jóhanna var látin sýna í réttinum „ílát það, sem hinni framliðnu
var skammtað í“.
Sambýlismaður Villinganeshjóna, Guðmundur Jónsson, var og
yfirheyrður. Hann skýrði svo frá, „að hin framliðna hafi verið
mesti aumingi til sálar og líkama og aldrei getað hrært sig úr
rúminu nema með hjálp, en verið mjög óþæg í lund. Þau 4 ár,
sem hún hafi verið hér á heimilinu, hafi hann verið sambýlis-
maður þeirra hjóna og þau farið með hana eftir því, sem kring-
umstæður hafi verið til, enda hafi verið mjög bágt að tæta við
hana og hún oft þegið illa mat og blótað honum, þá hann var
framboðinn, án þess hann viti annað en að matur þessi hafi verið
fullboðlegur, og á hverjum degi muni henni hafa verið skammtað
eins og öðrum, en veit ekki hve mikið“.
Síðust bar vitni Sigríður Gottskálksdóttir, kona Guðmundar
Jónssonar. Hún sagði Karólínu aldrei hafa „kvartað yfir sulti, og
frá skömmtunarlagi skýrir hún samkvæmt framburði konunnar
Jóhönnu Sigfúsdóttur, þó hafi henni að sínu leyti verið skammtað
meira þann daginn, sem fiskur og brauð var gefinn, en hvort fæða
sú, sem henni var gefin, hafi verið næg eður ekki, geti hún ekki
52