Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 27
SNURÐUR Á SAMBÚÐ VIÐ EINOKUNARKAUPMENN
ekki hefði fengið so mikið mjel, sem þeir hefði begert, jafnvel
þótt sauði hefði innlagt."
Olafur Stefánsson, 1. sp.: „Ekki hefi ég fengið það utan nú í
sumar, að ég hef heyrt, að kaupmaðurinn hafi bætt við nokkra.“
3. sp.: „Ekki hefir hann þvingað mig þar til, en um aðra veit ég
ekki og ei hef ég fornumið það.“
Sveinn Þorláksson, 1. sp.: „Nei, en ég hefi fengið mjel í sumar
eftir sem ég begerde fyrir mig.“ 3. sp.: „Svarar hann já um Ove-
sen og Pilemark en neitar um Lassen og Vindekilde það hann
viti.“
Sveinn Þorsteinsson, 1. sp.: „Eg hefi fengið so mikið sem ég
hefi begert þar af, en nokkra fáeina n(efni)l(ega) 2 menn, Jón á
Grillir og Þorgrímur á Hóli, hafi hann heyrt kvarta um, að ei hafi
nú í sumar fengið so mikið mjel, sem þeir hafi begert, en í fyrri
kaupmanna tíð fyrir utan í Lassens og Vindekildes tíð hef ég
heyrt marga kvarta þar um.“ 3. sp.: „Ekki so ég viti.“
Jón Jónsson Brimnesi, 1. sp.: „Nei, allmargir hafi klagað yfir,
að þeir hafi ei fengið það.“ 3. sp.: „Ekki hefi ég heyrt það.“
Eiríkur Bjarnason, 1. sp.: „Nei, og margan segist hann hafa
heyrt klaga þar um, bæði nú og áður, og helst síðan fólkið tók að
fjölga og vaxa upp.“ 3. sp.: „I þessa kaupmanns tíð hafi hann það
ei vitað, en í fyrri kaupmanna tíð hafi hann heyrt, að þeir hafi
sagt til bændanna, að þeir skyldu taka tóbak og brennivín og
léreft.“
Jón Jónsson Flugumýri, 1. sp.: „Nei, og heyrt segist hann hafa
kvartað þar um.“ 3. sp.: „svarar hann, að hann viti það ekki.“
Jón Jónsson Neðra-Asi, 1. sp.: „Hann hafi heyrt marga kvarta
um, að ei hafi fengið so mikið mjel sem þeir hafi begert.“ 3. sp.:
„svarar hann, að ekki hafi það fram við sig komið, en nokkra hafi
hann heyrt um það kvarta, þó minna í þessara tveggja fyrirfarandi
kaupmanna tíð, n(efni)l(ega) Lassens og Vindekildes, en áður
fyrri.“
Þorlákur Skúlason, 1. sp.: „að hann hafi af mjeli fengið so
mikið sem hann hafi begert af mjeli, inn til Lassens fyrra árs, en
seinna árið fékk ég engin kaup hjá hönum, sökum þess ég var þar
25