Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 36
SKAGFIRÐINGABÓK
„Svarar nei; í sumar þá þeir (þ. e. hreppsmenn) komu fyrst í kaup-
staðinn, hafi þeir fengið mjöl hálfpart við það í fyrra fengu, en
hann (0: kaupmaður) lofað þeim meira, þá með sauði kæmi; hvað
hann efnt hafi í þann máta, að þá tvær og sumir þrjár ferðir
gjört hafi í kaupstaðinn, fengið (sic!) eins mjöl sem í fyrra, sumir
lítið meira, sumir minna.“ 2. vitni, Magnús Pálsson, Tindum,
Svínadalshreppi: „að enginn af hreppsmönnum, sem hann til viti,
hafi fengið so mikið mjöl, sem þurft hafi, eða óskað, heldur sagt
í fyrstu, að þeir skyldu mjöl fá, þá sauðirnir kæmi, en öngvir þá
fengið sem þurftu".1 3. vitni, Teitur Magnússon, Vindhæli, Vind-
hælishreppi: „Segist ei vita.“ 4. vitni, Jón Andrésson, Spákonu-
felli, Vindhælishreppi: „Fjarri sé, að hreppsmenn hafi mjöl fengið
eftir þörfum, en lofað hafi kaupmaður því.“ 5. vitni, Sigurður
Þorláksson, Gunnsteinsstöðum, Bólstaðarhlíðarhreppi: „að öngvir
hafi fengið mjöl eftir þörfum, begjert það þó meir en fengu og
boðið betaling“. 6. vitni, Arni Halldórsson, Svölustöðum, Þorkels-
hólshreppi: „Ei hafi hreppsmenn fengið mjöl eftir þörfum, þó
flestir lítið meir en í fyrra.“ 7. vitni, Einar Böðvarsson, Fremsta-
gili, Engihlíðarhreppi: „Hreppsmenn hafi ei mjöl fengið að þörf-
um.“ 8. vitni, Arni Einarsson, Arnbjargarstöðum, Vatnsneshreppi:
„Öngvir hafi mjöl að þörfum fengið.“ 9. vitni, Einar Gíslason,
Hamrakoti, Torfalækjarhreppi: „Fólk ekkert fengið mjöl að þörf-
um.“ 10. vitni, Guðmundur Jónsson, Mýri, Þverárhreppi: „Hrepps-
menn ei mjöl fengið að þörfum." 11. vitni, Arni Þorvarðsson,
Koti, Asahreppi: „Sumir hafi fengið, sem um báðu, sumir minna,
af mjöli.“ 12. vitni, Magnús Hafsteinsson, Sveinsstaðahreppi: „að
menn hafi ei fengið mjöl svo mikið sem þurftu“.2
Ennfremur var spurt „hvört lánað hafi [kaupmaður] nokkrum
af hreppsmönnum mjöl eða peninga?“3 Svörin úr hreppum sýsl-
unnar, sem fulltrúa átm, eru sem hér segir:
1 Þingbók Hvs., 155—156.
2 Þingbók Hvs., 157—160. Þess skal getið, að höfundur treystir sér ekki
til að taka ábyrgð á öllum bæja- og hreppanöfnunum, þar eð þeirra er
ekki nærri alltaf getið í þingbókinni.
3 Þingbók Hvs., 156.
34