Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 23
SNURÐUR Á SAMBÚÐ VIÐ EINOKUNARKAUPMENN
sjálfir, hvaða vöru þeir keyptu fyrir innlegg sitt.1 Einnig var
ákvæði í 11. grein um að félaginu bæri að koma mönnum til
hjálpar í hallærum. Félagið átti að gegna félagslegu hlutverki,
forða mönnum frá því að farast úr hungri, þegar hart var í ári.
Það kemur til greina að líta svo á, að félagið hafi ekki gegnt þess-
ari skyldu sinni nægilega vel, ef svo mjög kreppti að bændum, að
þeir flosnuðu upp og lenm á verðgangi í hallærum, a. m. k. ef
þetta gerðist í stórum stíl.2
Það er ætlunin í því sem hér fer á eftir að draga fram fáein
atriði frá árunum 1752-54, sem snerta sambúð viðskiptavina og
kaupmanna á þeim verzlunarhöfnum, sem Skagfirðingar sótm á
einokunaröldinni, Hofsóshöfn og Höfða. Hins vegar er ekki ætl-
unin að taka þessi atriði til djúpskoðunar hér, heldur verður að
mesm látið nægja að sýna yfirborðið, andlitið, ef svo mætti að
orði komast.
1 Sbr. 10. grein verzlunarleyfisins, en í henni segir m. a.: „Societetet skal
forsjune Havnerne med gode, dygtige og uforfalskede Kjpbmandsvare,
og det saa rigeligen med de Vare udi Synderlighed, som til Livs Op-
hold, fornpden Bygning i Landet, samt Fiskeriets og Landets Arbeids
Fortsættelse gjpres fornpden, at ingen derover kan have billig Aarsag
sig at besværge, men at Hver og Een kan for Betaling bekomme det
som han beh0ver.“
2 Sbr. 11. grein verzlunarleyfisins, en hér segir m. a.: „Naar der ellers
maatte indfalde slette Fiskeaar eller Indbyggerne lide Skade paa deres
Qvæg, at de ikke haver Vare i Betaling at indlevere, maa dem ingen-
lunde vægres for rede Penge eller anden fornpjelig Værdie, at nyde
Meel, Liner, Baadetpmmer og fornpden Fiskerredskab tii deres Livs
Ophold .og Naérings Fortsættelse; ydermere, om Gud straffede Landet
med fiskelpse Aar, eller Qvæget maatte bortdpe, saa at Indbyggerne
ikke kunde kjpbe det Fornpdne, bpr og Societetets Interessentere at
komme dem til Hjælp med deres Livs Ophold, indtil de det et andet
Aar af Guds Velsignelse kan betale, hvilken Undsætning dog ikke Ind-
byggerne maa ansee, som at Interessentskabet skal underholde dem,
ænten de arbejdede og spgte deres Næring eller ikke,............"
21