Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 174
SKAGFIRÐINGABÓK
Fyrstu árin, sem ég man eftir Guðmundi, átti hann stóran svart-
flekkóttan hund, sem elti hann hvert fótmál og lá jafnan við
fætur hans, er hann sat inni hjá okkur. Var ég hræddur við hann,
enda lét hann dólgslega, ef nærri var komið. Piltum í Sólheimum
þótti Sörli, en svo hét hundurinn, grimmur við hross, en hann
hafði þann sið að svipta þeim um túnið, er bær var opnaður á
vetrarmorgnum, en þau á túninu. Gátu piltar náð hundinum, án
þess Guðmundur vissi af, og lógað honum. Aldrei spurði karl
eftir Sörla sínum, en svo reiðilegur var hann eftir hvarf hundsins,
að ógn stóð af, og ekki fékk hann sér annan hund.
Einhverjum ám færði Guðmundur frá, meðan fráfærur tíðkuð-
ust í Sólheimum, sem var lengur en víðast annars staðar. Fyrir það
fékk hann mjólkurafurðir eftir þörfum. Við fráfærurnar hjálpaði
hann fyrsta daginn og við lambareksturinn.
Fæði hans mun hafa verið fábreytt, fékk bakað rúgbrauð og
soðið kjöt, harðfisk og tólg, snæddi það síðan úr kistu sinni í fram-
hýsi rammlega læstri. Sú var einnig raunin um skemmukríli, þar
sem hann geymdi dót sitt. Vökvunina fékk hann á hillu við rúm
sitt með slátri, sem hann lagði á borð með sér, svo og kaffi, en
sykur hafði hann sjálfur undir höndum. Auk þess fékk hann að
sjálfsögðu bita og sopa á öðrum bæjum. Man ég, að móðir mín
sendi mig einn heiðan sólskinsdag á slægjuna til Guðmundar með
kaffi. Þurrkleysur höfðu gengið dagana áður, og bjóst hún við,
að hann gæfi sér ekki tíma til að koma og fá sér sopa. Þegar ég
kom í slægjuna, sá ég hann hvergi, en hrífa reis upp við hálfsætt-
an bólstur. Er ég kom nær, sá ég hvar Guðmundur lá norðanundir
sætinu og svaf og var — aldrei þessu vant — kominn úr mussunni.
Varð hann mín fljótt var og reis upp. Hann var í röndóttri dúk-
skyrtu og sagði margsinnis „já, já" og „guð laun“, er hann hafði
drukkið kaffið. Þetta var í eina skiptið, sem ég sá hann snögg-
klæddan, sem kallað var.
Þann hluta ullar sinnar, sem hann notaði til fata, fékk hann
unninn og prjónaði á sig eftir þörfum, svo og fyrir þá, sem tættu
eða ófu fyrir hann.
Þegar Guðmundur var 15 eða 16 ára gamall, var hann valinn
172