Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 162
SKAGFIRÐINGABÓIi
Flekarnir eru stærstir á lengd 2 álnir, en 5 kvartil á breidd, og
minnstir hálf önnur alin á lengd, en 3 kvartil á breidd. Eru fjórir
(a) í hverri niðurstöðu, eins stórir, en sá fimmti (b), sem næstur
er stjóranum, og kallast stjórafleki, er ætíð mun stærri og með
þrem okum.A sérhvörn þeirra eru boruð hérum 80 göt, sem öll
standa skakkreitis, jafnlangt hver frá öðrum, en með því stjóra-
flekinn er stærsmr, eru venjulega á honum hundrað göt; sumir
hafa og 150 göt á honum, en hundrað á hvörjum hinna. Götin
megu eigi vera stærri en naumlega svari digurð snörunnar.
2
Svo mörg göt sem eru á hverjum fleka, svo margar snörur
þarf til hans. Þær líta út sem fig. C og eru snúnar af hrosshári,
á þann hátt, að menn taka taglhárslokk, óflókinn, festa annan
endann einhvörsstaðar og snúa þangað til, að snúðurinn renni
hægt af sjálfum sér upp að enda, þegar lokkurinn er lagður sam-
an í miðjunni, án þess gálmur hlaupi á hvöruga álmuna, og hnýta
þá hnút á endann, svo að snaran rakni eigi upp (þær eru á dig-
urð sem mjór grágásarfjöðurstafur, en á lengd eitt kvartil),
smeygja svo lykkjunni, eða þeim endanum, sem hnúturinn er
ekki á, þeim megin upp í gegnum flekagötin, sem okarnir eru,
og draga svo upp að ofanverðu, unz á stendur hnútinum að neð-
an. Þar eftir egnist snaran á þann hátt, að leggur hennar er dreg-
inn í gegnum lykkjuna, sem myndast, þegar báðar álmurnar
leggjast saman; kemur þá kappmella eða hleypilykkja á; og
þegar allar snörurnar eru svo tilbúnar, kalla menn flekann
egndan.
Menn geta og gjört snörur af góðu faxhári, á þann hátt, að
þeir taka lokk af flóknu faxinu, eins og það liggur náttúrliga
á hestinum lifandi, tvöfalt digrara en af taglhári (af því honum
verður skipt í tvær álmur, en taglhárslokkurinn verður lagður
saman tvöfaldur), hnýta hnúta á annan endann, svo ekki rakni
upp; smeygja svo þeim endanum, sem enginn hnútur er á, upp
í gegnum flekagötin, og draga til, unz á hnútinum stendur; skipta
160