Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 126
SKAGFIRÐINGABÓK
hans og framkomu. Verður það lítið rakið hér. Báðum ber þeim
saman um, að maddama María hafi verið mesta gæðamanneskja
og mikil búkona. Getur þá líka hver og einn sagt sér sjálfur, hver
stoð og stytta það hefur verið heimilinu. Þar voru jafnan um 10
manns, álíka margt og á flestum öðrum bæjum í Stíflunni. Hjá
þeim prestshjónum voru oftast 1—2 börn í fóstri, sum á opinberu
framfæri, og komust þau vel til manns, sem sýnir, að vel hafi
verið að þeim búið. Má þar til nefna Asgrím Sigurðsson, síðar
bónda í Dæli. Hann var greindur maður og fróður, trúmaður
mikill og gegndi meðhjálparastarfi í Barðskirkju með samvizku-
semi og virðuleik. Ennfremur Jón Sigurðsson, bróðurson mad.
Maríu, sem kom að Knappsstöðum 10 ára gamall, vandist þar
fjölbreyttri vinnu og mikilli reglusemi, segir í Skagfirzkum ævi-
skrám.
Fátt var af vinnufólki á Knappsstöðum. Skal ekki getið ann-
arra en Guðrúnar þeirrar, er rak kýr prests norður, er hann flutt-
ist úr Laugardalnum. Hún var fædd í Vatnsholti í Grímsnesi
1787. Fimmtug kom hún í vist til þeirra prestshjónanna, er þau
voru í Miðdal, og hafði ekki vistaskipti upp frá því. Varð þeim
presti vel til vina, og ekki er þess getið, að mad. María hafi amazt
við þeim kynnum.
Guðrún hirti kýrnar, og lagði prestur þangað stundum leið sína
til að líta eftir fjósverkum. Um þær ferðir föður síns orti Páll
yngri þessa tvíræðu vísu:
Arkar karlinn upp í fjós
auðgrund sína að finna.
Ekki þarf hann ætíð ljós
til útiverka sinna.
Guðrún var á Knappsstöðum til dauðadags. Hún andaðist þar,
komin fast að níræðu, talin gustukakerling, sem lifir á fé hús-
bændanna, en seinast þarfamanneskja.
Um ræðumennsku sr. Páls verður þeim nokkuð tíðrætt, sem
um hann hafa skrifað. Daði fróði segir, að hann hafi verið ræðu-
124