Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 24
SKAGFIRÐINGABÓK
I
Það setti mjög svip sinn á samskipti íslendinga og kaup-
manna á einokunartímanum, að staða kaupmanns gagnvart hinum
íslenzka viðskiptavini var svo sterk, að hinn síðarnefndi lagði að
jafnaði ekki í það að reyna að ná rétti sínum, þótt hann þættist
órétti beittur. Vissulega eru til dæmi um slíkar tilraunir, en kostn-
aður og óþægindi voru samfara þeim og úrslit tvísýn, svo að ekki
sé meira sagt. Meginorsakirnar voru eðli einokunarfyrirkomulags-
ins og hin langa og torvelda leið til konungs.
Hin sterka staða kaupmanna mótaði að sjálfsögðu mjög fram-
komu landsmanna við þá. Afstaða þeirra var mörkuð óttabland-
inni virðingu. Hið fræga orðtæki: „Heldurðu, að þú sér konungur-
inn eða kaupmaðurinn?“ endurspeglar þetta viðhorf alþýðu til
kaupmanna. I Danmörku var aðallinn yfirstétt og bændurnir lág-
stétt. Hér á landi má segja, að kaupmenn kæmu í stað danska aðals-
ins sem hin eiginlega yfirstétt, ásamt æðstu embættismönnum
landsins og fáeinum auðmönnum í bændastétt. Slíka menn viður-
kenndu kaupmenn sem jafningja sína, a. m. k. að öllum jafnaði.
Einn slíkra manna var Jón Vigfússon klausturhaldari á Reyni-
stað. Jón hafði verið hermaður í danska hernum, en var leystur
út og kom heim til Islands. Hann var mjög drykkfelldur og átti
þá til að taka sér korða í hönd. Mátm þá allir vara sig, sem í
návist hans voru, segir sr. Jón Steingrímsson í ævisögu sinni.
Hann var kapelán á Reynistað á þessum árum, og segir í ævisög-
unni frá kaupstaðarferð Jóns Vigfússonar sumarið 1752:
„Síðasta sumarið, þá hann lifði, fór ég með honum í kaupstað.
Þá var þar kaupmaður Tomas Windekilde, er síðar varð einn ráð-
herra. Þá hann vildi ei taka prjónles hans, rykti hann korða, óð
að kaupmanni og ætlaði að reka hann í gegn. Eg hljóp þá á milli
og náði af honum korðanum, en kaupmaður féll í ómegin niður
22