Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 130
SK A GFIRÐIN GABÓK
gamals aldri að inna af hendi nokkra prestsþjónustu í Fellssókn
í Sléttuhlíð.
Þegar sr. Davíð Guðmundsson fluttist frá Felli vorið 1874,
hafði enginn prestur sótt um brauðið, og þó undarlegt sé — eng-
inn heldur settur í hans stað. Mun prófasti, sr. Jóni Flallssyni,
hafa verið ætlað að ráðstafa brauðinu til bráðabirgða, en sú von
brást, „og er mönnum tók að leiðast þetta aðgerðarleysi, bar svo
til, að sr. Páll var á ferð hjá Birni dannebrogsmanni á Skálá“.*
Falaði Björn þá af honum, að hann með góðu samþykki safn-
aðarins, sem mjög var lítill, vildi embætta nokkrum sinnum á
Felli. Þessu tók prestur ekki fjarri, og varð þetta því að ráði, en
Björn sá um, að ávallt væri til bakstur (oblátur) handa altaris-
göngugesmm. Fór þessu fram um sumarið, þar til prófastur er á
vísitasíuferð þ. 12. september og notar ferðina til að taka út stað-
inn á Felli. Segir í bréfi hreppsnefndar til biskups um mál þetta,
„að enga aðfinningu hafi prófastur látið í ljós hvað prestsútvegun
snerti, en lét þó heldur á sér finna, að hann aumkaði okkur fyrir
að hafa ekki betri prest, en Björn kvað hann viðunandi“.
Sr. Jón Norðmann á Barði tók nú að sér þjónusm í Fellssókn,
unz þangað kæmi presmr. Létu allir sér það vel líka, en Slétt-
hlíðingar greiddu sr. Páli 10 ríkisd. fyrir þær 5 messur, sem hann
hafði flutt í Fellskirkju. Meira setti sr. Páll ekki upp. Munu
þetta vera þær einu inntektir, sem hinn tekjulitli Knappsstaða-
prestur hafði af prestsþjónusm utan sókna sinna öll sín mörgu
embættisár.
Þegar sr. Páll var kominn yfir áttrætt og hafði verið presmr
í meira en hálfa öld, fékk hann lausn frá fardögum 1881. Var
staður og kirkja tekin út um sumarið og gerð um það all ýtarleg
lýsing, svo sem lög og reglur stóðu til.
Kirkjan var orðin 43 ára gömul, upphaflega „grannbyggð“, en
þó það stæðileg, að sjóður hennar — kr. 509,73 — á að nægja
henni til viðhalds. A hana greiðist því ekkert álag.
* Þórðarsyni.
128